Sumarmót við Selvatn – fullbókað!

  0
  178
  Hvenær:
  16. júlí, 2020 @ 15:00 – 21:00
  2020-07-16T15:00:00+00:00
  2020-07-16T21:00:00+00:00
  Hvar:
  Listasel
  Listasel
  Gjald:
  12000

  SKÁKDEILD KR efnir til sinnar árlegu sumarhátíðar og skákmóts við Selvatn á Nesjavallaleið, fimmtudaginn 16. júlí nk.

  Mótið sem nú er haldið í  14. sinn verður með sérstöku viðhafnarsniði að venju. Hátíðarkvöldverður frá SuperChefs verður framreiddur undir beru lofti í skákhléi kl.18.30 Kaffi, kruðerí, svaladrykkir ofl í boði meðan á móti stendur.

  Mótið  er öllum opið en þátttaka takmarkast við 40 keppendur að hámarki. Það hefst með sérstakri opnunardagskrá kl. 15 og stendur fram eftir kvöldi.

  Tefldar verða 11 umferðir upp á gamla móðinn með 10 mínútna umhugsunartíma á skákina. Enginn viðbótartími og óheimilt að taka upp leik.

  Góð verðlaun og viðurkenningar. Þátttökugjald er kr. 12.000 og rennur allur ágóði af mótshaldinu til eflingar unglingastarfi Skákdeildar KR, sem rekur starfssemi sína allt árið um kring.

  Mótshöldurum er það mikil ánægja að bjóða bæði gamalreynda sem unga og upprennandi skákmenn velkomna til tafls og þessa skemmtilega sumarmóts og skákhátíðar þar sem kostur gefst á að máta mann og annan út í guðsgrænni náttúrunni við fjallavatnið fagurblátt.

  Þar sem keppendafjöldi er því miður takmarkaður er áríðandi að þeir sem hafa hug á taka þátt skrái sig til leiks sem allra fyrst. Annað hvort með því að setja sig á þátttökulista sem verður hér á síðunni eða með tölvupósti til kr.skak@gmail.com.

  Til staðfestingar óskast keppnisgjald greitt fyrirfram inn á reikning 115-26-47077, kt. 470776-0139, en ella með reiðufé á keppnisstað. Mæting upp úr kl. 14.30. Þeim sem vantar far láti vita af því t.d. á FB, snjáldurskinnu Skákdeildar KR.

  Listasel við Selvatn er skammt austan Geitháls við Nesjavallaveg. Skákfáni og mjólkurbrúsi á staur varða slóðina að skákstaðnum,  hjáleið til hægri þegar komið er úr bænum.

  ESE-viðburðastjóri

  - Auglýsing -