9 umferða hraðskákmót 5+2 í tveimur flokkum. +2000 og u/2000

  0
  124
  Hvenær:
  26. mars, 2020 @ 19:30
  2020-03-26T19:30:00+00:00
  2020-03-26T19:45:00+00:00
  Hvar:
  chess.com
  Gjald:
  Ókeypis
  Tengiliður:
  Tómas Veigar Sigurðarson
  6621455
  9 umferða hraðskákmót 5+2 í tveimur flokkum. +2000 og u/2000 @ chess.com

  Fimmtudaginn 26. mars verður 9 umferða hraðskákmót með tímamörkunum 5+2. Teflt verður í tveimur flokkum, +2000 stiga flokki og u/2000 stiga flokki.

  Félag Íslendinga á Chess.com, Team Iceland, mun standa fyrir fjölmörgum skákviðburðum á netinu næstu vikurnar. Leitast verður við að spegla vinsæla skákviðburði og fasta liði í mótaáætlun skákhreyfingarinnar.

  Mótin eru að sjálfsögðu opin öllum Íslendingum og það kostar ekkert að taka þátt!

  Þeir sem luma á skemmtilegum hugmyndum að mótum geta komið þeim á framfæri með því að senda póst á eggid77@gmail.com.

  Þátttakendur þurfa að vera í Team Iceland. Nánari leiðbeiningar verða birtar fljótlega.

  HVAÐ ÞARF AÐ GERA TIL AÐ TAKA ÞÁTT?

  Nýliðar þurfa að ganga í hópinn https://www.chess.com/club/team-iceland á Chess.com áður en keppnin hefst.

  Tengill á mótið sjálft er hér að ofan, en hann má einnig finna í “Tournaments” flipanum á Chess.com/live áður en mótið hefst.

  - Auglýsing -