Þverholt
270 Mosfellsbær
Ísland
Chess After Dark minna á síðasta mótið í mótaröð Bankans Bistro.
Síðasta mótið fer fram þriðjudagskvöldið 5. september á Bankanum Bistro. Mótið hefst kl. 20.
Úrslitin fara svo fram laugardaginn 21. október – nánara fyrirkomulag tilkynnt þegar nær dregur.
12 efstu úr mótaröðinni komast áfram í úrslit – 4/5 bestu mótum gilda.
Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3+2
Verðlaun eru eftirfarandi:
- 50.000 kr
- 30.000 kr
- 20.000 kr
- U2000: 10.000 kr gjafabréf á Bankanum Bistro
- U1600: 10.000 kr gjafabréf á Bankanum Bistro
Mótið er reiknað til alþjóðlegra skákstiga.
12 efstu keppendurnir á samanlögðum vinningum (4 af 5 bestu mótum gilda) tefla svo til úrslita 21.október, þar verða verðlaunin eftirfarandi:
- 500.000 krónur
- 300.000 krónur
- 200.000 krónur
Frítt er á öll mótin.
Vonum að þið hafið átt frábært sumar og hlökkum til að sjá ykkur þann 5.september
Skráning hér: Bankinn Bistro mót#5 (google.com)
Skráðir keppendur: Bankinn Bistro mót#5 (Responses) – Google Sheets
Hér má sjá stöðuna á mótinu: