Barna- og unglingaæfingar Breiðabliks – Yngri flokkur

    0
    5455
    Hvenær:
    18. mars, 2019 @ 15:30 – 16:30
    2019-03-18T15:30:00+00:00
    2019-03-18T16:30:00+00:00
    Hvar:
    Kórinn Kópavogi Íþróttamiðstöð HK
    Kórinn, Vallarkór 12-14, Kópavogur, Kópavogur
    Iceland
    Barna- og unglingaæfingar Breiðabliks - Yngri flokkur

    Yngri flokkur (erfiðleikastig að 1100 elóstigum):
    Æfingar fyrir yngri krakka (c.a. 10 ára og yngri) sem hafa náð grunnfærni í skák og hafa mikinn áhuga.

    • Mánudaga kl 15:30-16:30 (Kórinn, stofa í Hörðuvallaskóla sem er í gamla andyrinu á Kórnum knattspyrnuhúsi )
    • Miðvikudaga kl 15:45-16:45 (Stúkan við Kópavogsvöll)
    • Föstudaga kl 15:45-16:45 (Stúkan við Kópavogsvöll)

    Þjálfari er Lenka Ptacnikova

    Fyrsta æfing er mánudaginn 3.september
    Síðasta æfing fyrir jólafrí verður föstudaginn 7.desember.
    Fyrsta æfing eftir áramót verður föstudaginn 4.janúar
    Páskafrí mánudag 15.apríl – mánudags 22.apríl.
    Síðasta æfing fyrir sumarfrí verður föstudaginn 10.mai
    Frí er á æfingum alla hátíðisdaga. (fim 25.apríl: Sumardagurinn fyrsti, mið 1.mai: Verkalýðsdagurinn)

    Best er að iðkandi sé í þeim flokki sem hentar hans færni, en það er samt alveg leyfilegt að mæta í aðra æfingatíma ef það hentar t.d. betur í stundaskrána.

    Æfingarnar henta skákkrökkum sem hafa mikinn áhuga og vilja æfa skák oft í viku til að stefna að því að verða í fremstu röð á Íslandi og að standa sig með sóma á alþjóðlegum barna- og unglingaskákmótum.

    Hver iðkandi velur sér eins margar æfingar í viku og henta honum. Einnig verður hægt að velja um að mæta seinna og fara fyrr ef tíminn t.d. rekst á aðrar tómstundir.
    Iðkendur utan Kópavogs og í hvaða taflfélagi sem er eru velkomnir. Allir geta mætt í nokkur skipti til að prófa án æfingagjalds.

    - Auglýsing -