Barna og unglingaæfingar SA – Almennur flokkur

  0
  690
  Hvenær:
  10. desember, 2018 @ 16:30 – 18:30
  2018-12-10T16:30:00+00:00
  2018-12-10T18:30:00+00:00
  Hvar:
  Akureyri Sports Hall
  Íþróttahöllin á Akureyri, Þórunnarstræti, 600 Akureyri
  Iceland
  Barna og unglingaæfingar SA - Almennur flokkur

  Æfingar á haustmisseri verða sem hér segir:

  Almennur flokkur á mánudögum 16.30-17.30 og 17.30-18.30. Leiðbeinendur Elsa María Kristínardóttir og Hilmir Vilhjálmsson. Þessar æfingar eru ætlaðar byrjendum og yngstu börnunum; hópnum verður þó tvískipt og gert ráð fyrir að reyndari nemendur og lengra komnir mæti í síðari tímann.

  Almenni flokkurinn hefst mánudaginn 3. september.

  Framhaldsflokkur á miðvikudögum kl. 17.00-18.30. Leiðbeinendur Sigurður Arnarson og Andri Freyr Björgvinsson. Þessar æfingar eru ætlaðar börnum frá ca. 11 ára aldri sem þegar hafa fengið nokkra æfingu. Þau sem það vilja geta líka sótt mánudagsæfingarnar kl. 17.30.

  Framhaldsflokkurinn hefst miðvikudaginn 5. september.

  Unglingum f. 2005-2003 er beint í samval í skák hjá grunnskólunum. Þeir tímar verða kl. 14.00 á miðvikudögum, fyrsti tíminn þann 29. ágúst. Leiðbeinandi verður Áskell Örn Kárason.

  Þá verða haldin skákmót fyrir börn á grunnskólaaldri á kl. 10-12 á laugardagsmorgnum. Fyrsta mótið verður haldið 22. september.

  Af heimasíðu Skákfélags Akureyrar

  - Auglýsing -