Haustmót Skákfélags Akureyrar

  0
  314
  Hvenær:
  25. október, 2020 @ 13:00
  2020-10-25T13:00:00-01:00
  2020-10-25T13:15:00-01:00
  Hvar:
  Íþróttahöllin
  Íþróttahöllin á Akureyri
  Þórunnarstræti, 600 Akureyri
  Ísland
  Haustmót Skákfélags Akureyrar @ Íþróttahöllin | Akureyri | Ísland

  Hið árlega haustmót Skákfélags Akureyrar hefst sunnudaginn 4. október kl. 13.00.

  Fyrirhugað er að tefla sjö umferðir eftir svissneska kerfinu, ef fjöldi þátttakenda leyfir.

  Ef þátttaendur verða 10 eða færri, munu allir tefla við alla og fjöldi umferða sem því nemur.

  Dagskrá verður endanlega ákveðin þegar skráningar liggja fyrir, en fyrirhugað er að tefla tvisvar í viku, á sunnudögum kl. 13 og á fimmtudögum kl. 18.  Hlé verður gert á mótinu meðan Skákþing Norðlendinga stendur fyrir á Húsavík, helgina 23-25. október.

  Umhugsunartími 90-30.

  Skráning er hjá formanni félagsins í askell@akmennt.is, með skilaboðum á Facebook síðu félagsins eða á skákstað, í síðasta lagi 15. mínútum fyrir upphaf fyrstu umferðar.

  Þátttökugjald á mótið er kr. 3.000 fyrir félagsmenn, kr. 4.000 fyrir aðra. Eins og áður eru börn á grunnskólaaldri undanþegin þátttökugjaldi.

  Mótið reiknast til alþjóðlegra og íslenskra skákstiga.

  Haustmótið er meistaramót Skákfélags Akureyrar.   Núverandi meistari er Andri Freyr Björgvinsson.

  - Auglýsing -