Heimsmótið í netskák – Ísland v. Serbía

  0
  131
  Hvenær:
  14. júlí, 2019 @ 18:00 – 19:30
  2019-07-14T18:00:00+00:00
  2019-07-14T19:30:00+00:00
  Hvar:
  chess.com
  Gjald:
  Ókeypis
  Tengiliður:
  Tómas Veigar Sigurðarson
  6621455

  Team Iceland mætir liði Serbíu í 1. umferð Heimsmótsins í netskák og fer umferðin fram sunnudaginn 14. júli kl. 18:00 – 19:30.

  Serbía er með afar sterkt lið eins og við þekkjum frá því í fyrra, en við unnum þá 2-0 á síðasta tímabili og ætlum að sjálfsögðu að endurtaka það á þessu tímabili.

  Athugið að allir geta verið með, ekki er gerð krafa um lágmarksstig eða eitthvað slíkt. Því fleiri því betra!. Þeir sem eru ekki í Team Iceland geta gengið í liðið hér – https://www.chess.com/club/team-iceland -.

  Dagskrá

  • 18:00 Leifturskák 1+1 (lágmark 20 borð)
  • 18:20 Hraðskák 5+2 (lágmark 20 borð)
  • 19:00 Slembiskák 10+2 (lágmark 15 borð)

  Að vanda geta menn valið að tefla aðeins eina eða tvær af þessum viðureignum, ekki er gerð krafa um að tefla allar.

  Nýtt fyrirkomulag

  Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á keppnisfyrirkomulaginu fyrir þetta tímabil. Helst má nefna að nú teflum við alltaf þrjár viðureignir við hvert lið, leifturskák, hraðskák og slembiskák. Við teflum því aðeins við lið í okkar deild (1. deild) en ekki á milli deilda eins og var með leifturskákina á síðasta tímabili.

  Eitt stig er í boði fyrir hvert format, þannig að alls eru þrjú stig í pottinum í hverri viðureign.

  Verðlaun

  Chess.com leggur til verðlaun í formi demants áskrifta (í 1. deild). Þeir sem taka oftast þátt eiga því ágæta möguleika á að vinna til verðlauna.

  Liðin

  Við teflum í 1. deild og þar hafa nú bæst við tvö ný lið, Kasakstan og Frakkland, sem koma upp í stað Perú og Ekvador sem féllu um deild í fyrra.

  Division 1 Division 2 Division 3 Division 4
  Argentina Live Chess Team of the Czech Republic Team Bangladesh Team Australia
  Team France Ecuador Live Chess Bosnia and Herzegovina Team Azerbaijan
  Team Iceland Iran Live Chess Team Brazil Live Belarus
  Team Kazakhstan Team México Team Canada Team Denmark
  Team Russia Nicaragua Team England Live Team India
  Team Slovakia Team Peru Team Italia Team Pakistan
  Srbija Tim Team Romania Team PhilippinesUnited Live Team Puerto Ricoand Olivari friends
  Team Ukraine Team USA Live Team Venezuela Team Turkey
  Team Uzbekistan
  Team Zimbabwe

   

  Nánari upplýsingar verða birtar fljótlega.

  - Auglýsing -