45VR+JJ5
Gufunesvegur, 112 Reykjavík
Ísland
Hraðskákkeppni taflfélaga 2024 fer fram í Hlöðunni, Gufunesbæ föstudaginn 16. febrúar, klukkan 19:00.
Mótið er 11 umferðir og tímamörkin 3 2. Hver sveit er skipuð 6 mönnum auk varamanna. Varamaður kemur ávallt inn á neðsta borð.
Hvert félag má senda eins mörg lið til leiks eins og þau vilja en þó áskilja mótshaldarar sér rétt til að takmarka fjölda aukaliða ef skráning er þeim mun meiri. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.
Gefin eru tvö stig fyrir sigur í viðureign og eitt stig fyrir jafntefli. Það lið sem hlýtur flest stig er Íslandsmeistari skákfélaga í hraðskák 2024 og verði tvö lið efst og jöfn er tefld einföld umferð til úrslita um titilinn (dregið um lit á borði eitt og sitthvor liturinn á næstu borðum). Séu þrjú lið eða fleiri efst og jöfn eftir 11 umferðir, tefla þau tvö lið sem hlutu flesta vinninga, til úrslita um titilinn.
Verðlaunagripir fyrir 3 efstu sveitirnar og efstu B-sveitina.
Mótsgjald er 12.000 kr. fyrir A-sveit, 8000 kr. fyrir B-sveit og 5.000 kr. fyrir C-sveit.
Skráningarfrestur er til kl. 17 miðvikudaginn, 14. febrúar
Nóg er af bílastæðum, og pítsusneiðar og drykkir eru til sölu á skákstað.