Setja í mitt dagatal
Hvenær:
15. nóvember, 2024 @ 17:00 – 20:00
2024-11-15T17:00:00-01:00
2024-11-15T20:00:00-01:00
Hvar:
BIRD Venue Bar
Naustin
101 Reykjavík
Ísland
Naustin
101 Reykjavík
Ísland
Tengiliður:
Skákfélag Íslands
Skákfélag Íslands heldur hraðskákmót næstkomandi föstudag, 15. nóvember kl. 17:00.
Skráning fer aðeins fram á staðnum og eru keppendur hvattir til að mæta tímanlega.
Hámark 40 þátttakendur – Mótið er aðeins fyrir 18 ára og eldri.
Staður:
BIRD Venue Bar (Naustin gegnt Gauknum við Tryggvagötu).
Verðlaun:
kr. 120.000 auk þess sem þrír efstu fá inneign hjá BIRD. Veitt verða verðlaun fyrir sex efstu sætin auk verðlauna fyrir „skottu“ kr. 20.000. Öll verðlaun verða greidd út með reiðufé.
Mótsreglur:
Tefldar verða 9 umferðir með tímamörkum 3+2 (Fischer). Barmótið verður ekki reiknað til stiga. Treyst er á almenna sportmennsku. Það á að vera djöfull gaman að þessu!
Happy – Hour:
Frá kl. 16:00 til kl. 19:30 (Traustvekjandi kr. 1000).
Þátttökugjald:
kr. 2.500 og einn „traustvekjandi“ fylgir með (posi á staðnum).
Að gefnu tilefni munu nokkrir keppendur stíga á stokk og rappa að móti loknu. Munið ÆSAR frá síðasta tölublaði Tímaritsins Skákar.
Baráttukveðjur,
Mótanefnd SFÍ
- Auglýsing -