Ísland gegn Úkraínu – Heimsmótið í netskák

  0
  201
  Hvenær:
  21. júlí, 2019 @ 18:30 – 20:15
  2019-07-21T18:30:00+00:00
  2019-07-21T20:15:00+00:00
  Hvar:
  chess.com
  Gjald:
  Ókeypis
  Tengiliður:
  Tómas Veigar Sigurðarson
  6621455

  2. umferð Heimsmótsins í netskák fer fram sunnudaginn 21. júlí og hefst viðureignin kl. 18:30.

  Andstæðingar umferðarinnar verða meistararnir sjálfir frá Úkraínínu!

  Skráning

  Skráning er ekki skilyrði, en gott væri ef keppendur færu hér – https://www.facebook.com/events/1128057790731818/ – og merktu við “mæti”.

  Lið Úkraínu þarf tæplega að kynna sérstaklega, en þeir eru með gríðarlega fjölmennt og sterkt lið og hafa m.a. teflt fram mönnum eins og Ruslan Ponomariov og Pavel Eljanov ásamt fjöldanum öllum af öðrum mjög sterkum meisturum. Styrkur þeirra liggur þó ekki endilega í efstu borðunum, heldur býr liðið yfir gríðarlegri breidd og getur stillt upp mörghundruð manna liði ef svo ber undir. Það gerðu þeir einmitt í úrslitakeppninni á síðasta tímabili, en þar tefldu Úkraínumenn við Rússa á 242 borðum! og voru Úkraínumenn samt með menn á bekknum.

  Við þurfum því á öllum okkar liðsmönnum að halda í þessari viðureign. Eitt er víst að allir sem vilja komast að og er því tilvalið fyrir nýliða að mæta í þessa viðureign og sjá hvernig svona keppni fer fram.

  Fyrri viðureignir liðanna

  Ísland v. Úkraína – 9 umferð (úrslit)

  Ísland v. Úkraína – 3. umferð

  Beinar útsendingar

  Twitch.tv/zibbit64

  Chess.com leggur áherslu á að allar viðureignir mótsins verði sendar út í beinni útsendingu. FM Ingvar Þór Jóhannesson mun sjónvarpa viðureignum liðsins á Twitch rásinni twitch.tv/zibbit64 í samstarfi við Chess.com. Fögnum við því mjög, enda fer þar maður með gríðarlega reynslu af slíkum útsendingum. Gott væri að allir færu á slóðina að ofan og smelltu á “follow”.

  Dagskráin á sunnudaginn

  Tefldar verða þrjár viðureignir við andstæðinga hverrar umferðar. Stigagjöfin er þannig að eitt stig er fyrir sigur í hverri viðureign (hálft fyrir jafntefli) og er því alls hægt að vinna þrjú stig. Það væri því mjög gott ef allir tefldu allar þrjár viðureignirnar, en það er aldrei krafa, þeir sem vilja ekki tefla leifturskák eða slembiskák (t.d.) geta einfaldlega sleppt því.

  NÝLIÐAR VELKOMNIR!

  Nýliðar eru sérstaklega velkomnir og það eina sem þeir þurfa að gera er að fara á síðu liðsins á chess.com og smella á join. Allir geta tekið þátt!

  https://www.chess.com/club/team-iceland

  VERÐLAUN

  Chess.com leggur til verðlaun í formi demants áskrifta ( efstu þrjú lið í 1. deild). Þeir sem taka oftast þátt eiga því ágæta möguleika á að vinna til verðlauna.

  Næstu viðureignir (áætlun)

  1. umferð. v/h 8. júl
  19:00 Rapid Srbija Tim Team Iceland 14. júl Staðfest
  18:20 Blitz Srbija Tim Team Iceland 14. júl
  18:00 Bullet Srbija Tim Team Iceland 14. júl
  2. umferð. v/h 15. júlí
  19:30 Rapid Team Iceland Team Ukraine 21. Júl Staðfest
  18:50 Blitz Team Iceland Team Ukraine 21. Júl
  18:30 Bullet Team Iceland Team Ukraine 21. Júl
  Frí. v/h 22. júl
  3. umferð. v/h 29.júlí
  16:00 Team Kazakhstan Team Iceland 28. júl Staðfest
  15:20 Team Kazakhstan Team Iceland 28. júl
  15:00 Team Kazakhstan Team Iceland 28. júl
  4. umferð. v/h 5. ágúst
  21:00 Team Iceland Argentina Live Chess 18. ág Bíð efir svari
  20:20 Team Iceland Argentina Live Chess
  20:00 Team Iceland Argentina Live Chess
  Frí. v/h 12. ág
  5. umferð. v/h 19. ágúst
  19:00 Team Russia Team Iceland 25. Ágúst Staðfest
  18:20 Team Russia Team Iceland 25. Ágúst
  18:00 Team Russia Team Iceland 25. Ágúst
  6. umferð. v/h 26. ágúst
  Team Iceland Team France
  Team Iceland Team France
  Team Iceland Team France
  Frí. v/h 2. sept
  7. umferð. v/h/ 9. sept
  Team Slovakia Team Iceland
  Team Slovakia Team Iceland
  Team Slovakia Team Iceland
  Deadline 15. september

   

  TENGLAR

  - Auglýsing -