Austurstræti 11
101 Reykjavík
Ísland

Íslandsbikarinn – undankeppni um sæti á Heimsbikarmótinu fer fram 6.-14. mars nk. Átta skákmenn tefla útsláttarkeppni um eitt laust sæti á heimsbikarmótinu. Teflt er eftir sama fyrirkomulagi og á heimsbikarmótinu. Teflt verður við afar góðar aðstæður í útibúi Landsbankans í Austurstræti.
Keppendur
- GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2578)
- GM Hannes Hlífar Stefánsson (2536)
- GM Jóhann Hjartarson (2525)
- IM Guðmundur Kjartansson (2483)
- GM Margeir Pétursson (2450)
- GM Helgi Áss Grétarsson (2440)
- GM Bragi Þorfinnsson (2439)
- FM Vignir Vatnar Stefánsson (2330)
Í fyrstu umferð (átta manna úrslitum) mætast:
- Hjörvar – Vignir
- Hannes – Bragi
- Jóhann – Helgi Áss
- Guðmundur – Margeir
Tefldar eru tvær kappskákir á tveimur dögum. Sé jafnt er teflt til þrautar með skemmri umhugsunartíma á degi þrjú.
Í undanúrslitum mætast annars vegar sigurvegarar í einvígum 1 og 4 hins vegar 2 og 3.
Dagskrá mótsins
Dags. | Kl. | Vikudagur | Hluti | Skák |
06-Mar | 14:00 | Laugardagur | Átta manna úrslit | Skák 1 |
07-Mar | 14:00 | Sunnudagur | Átta manna úrslit | Skák 2 |
08-Mar | 17:00 | Mánudagur | Átta manna úrslit | Framlenging |
10-Mar | 17:00 | Miðvikudagur | Undanúrslit | Skák 1 |
11-Mar | 17:00 | Fimmtudagur | Undanúrslit | Skák 2 |
12-Mar | 17:00 | Föstudagur | Undanúrslit | Framlenging |
13-Mar | 14:00 | Laugardagur | Úrslit | Skák 1 |
14-Mar | 17:00 | Sunnudagur | Úrslit | Skák 2 |
15-Mar | 14:00 | Mánudagur | Úrslit | Framlenging |
Mótsreglur
Kappskák: 90 mínútur á 40 leiki. 30 mínútur bætast við eftir 40 leiki. 30 sekúndur bætast við eftir hvern leik
Sé jafnt eftir tvær kappskákir verður teflt til þrautar með skemmri umhugsunartíma. Allt að sjö skákum!
- Fyrst eru tefldar tvær atskákir (25+10)
- Sé jafnt verða tefldar tvær atskákir með skemmri umhugsunartíma (10+10)
- Sé jafnt verða tefldar tvær hraðskákir (5+3)
- Sé jafnt verður tefld bráðabanaskák. Hvítur fær 5 mínútur en svartur fær 4 mínútur. Viðbótartími 2 sekúndur á leik bætast við eftir 60 leiki. Svörtum dugar jafntefli til sigurs.
Keppendur þurfa að mæta innan 30 mínútna eftir að umferð hefst. Annars verður dæmt á þá tap. Dregið verður um liti fyrir hvert einvígi.
Allar skákir mótsins verða reiknaðar til skákstiga nema bráðabanaskákirnar.
Verðlaun
Sigurvegarinn fær sæti Skáksambands Íslands á heimsbikarmótinu í skák sem fram fer í Sochi í Rússlandi í júlí-ágúst. Allur ferðakostnaður er greiddur. Sá sem lendir í öðru sæti fær 100.000 kr. ferðastyrk á skákmót að eigin vali.
Beinar útsendingar
Skákir Íslandsbikarsins verða í beinni útsendingu á öllum helstu skákmiðlum heims. Skákvarpið verður með beinar lýsingar alla daga.
Skákstjóri verður Omar Salama.