Íslandsbikarinn – undankeppni um sæti á Heimsbikarmótinu

  0
  323
  Hvenær:
  6. mars, 2021 @ 14:00 – 14. mars, 2021 @ 18:00
  2021-03-06T14:00:00-01:00
  2021-03-14T18:00:00-01:00
  Hvar:
  Landsbankinn, Austurstræti
  Austurstræti 11
  101 Reykjavík
  Ísland
  Tengiliður:
  Skáksamband Íslands
  Íslandsbikarinn - undankeppni um sæti á Heimsbikarmótinu @ Landsbankinn, Austurstræti | Reykjavík | Ísland

  Íslandsbikarinn – undankeppni um sæti á Heimsbikarmótinu fer fram 6.-14. mars nk. Átta skákmenn tefla útsláttarkeppni um eitt laust sæti á heimsbikarmótinu. Teflt er eftir sama fyrirkomulagi og á heimsbikarmótinu. Teflt verður við afar góðar aðstæður í útibúi Landsbankans í Austurstræti.

  Keppendur

  1. GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2578)
  2. GM Hannes Hlífar Stefánsson (2536)
  3. GM Jóhann Hjartarson (2525)
  4. IM Guðmundur Kjartansson (2483)
  5. GM Margeir Pétursson (2450)
  6. GM Helgi Áss Grétarsson (2440)
  7. GM Bragi Þorfinnsson (2439)
  8. FM Vignir Vatnar Stefánsson (2330)

  Í fyrstu umferð (átta manna úrslitum) mætast:

  1. Hjörvar – Vignir
  2. Hannes – Bragi
  3. Jóhann – Helgi Áss
  4. Guðmundur – Margeir

  Tefldar eru tvær kappskákir á tveimur dögum. Sé jafnt er teflt til þrautar með skemmri umhugsunartíma á degi þrjú.

  Í undanúrslitum mætast annars vegar sigurvegarar í einvígum 1 og 4 hins vegar 2 og 3.

  Dagskrá mótsins

  Dags. Kl. Vikudagur Hluti Skák
  06-Mar 14:00 Laugardagur Átta manna úrslit Skák 1
  07-Mar 14:00 Sunnudagur Átta manna úrslit Skák 2
  08-Mar 17:00 Mánudagur Átta manna úrslit Framlenging
  10-Mar 17:00 Miðvikudagur Undanúrslit Skák 1
  11-Mar 17:00 Fimmtudagur Undanúrslit Skák 2
  12-Mar 17:00 Föstudagur Undanúrslit Framlenging
  13-Mar 14:00 Laugardagur Úrslit Skák 1
  14-Mar 17:00 Sunnudagur Úrslit Skák 2
  15-Mar 14:00 Mánudagur Úrslit Framlenging

   

  Mótsreglur

  Kappskák: 90 mínútur á 40 leiki. 30 mínútur bætast við eftir 40 leiki. 30 sekúndur bætast við eftir hvern leik

  Sé jafnt eftir tvær kappskákir verður teflt til þrautar með skemmri umhugsunartíma. Allt að sjö skákum!

  • Fyrst eru tefldar tvær atskákir (25+10)
  • Sé jafnt verða tefldar tvær atskákir með skemmri umhugsunartíma (10+10)
  • Sé jafnt verða tefldar tvær hraðskákir (5+3)
  • Sé jafnt verður tefld bráðabanaskák. Hvítur fær 5 mínútur en svartur fær 4 mínútur. Viðbótartími 2 sekúndur á leik bætast við eftir 60 leiki. Svörtum dugar jafntefli til sigurs.

  Keppendur þurfa að mæta innan 30 mínútna eftir að umferð hefst. Annars verður dæmt á þá tap. Dregið verður um liti fyrir hvert einvígi.

  Allar skákir mótsins verða reiknaðar til skákstiga nema bráðabanaskákirnar.

  Verðlaun

  Sigurvegarinn fær sæti Skáksambands Íslands á heimsbikarmótinu í skák sem fram fer í Sochi í Rússlandi í júlí-ágúst.  Allur ferðakostnaður er greiddur. Sá sem lendir í öðru sæti fær 100.000 kr. ferðastyrk á skákmót að eigin vali.

  Beinar útsendingar

  Skákir Íslandsbikarsins verða í beinni útsendingu á öllum helstu skákmiðlum heims. Skákvarpið verður með beinar lýsingar alla daga.

  Skákstjóri verður Omar Salama.

  - Auglýsing -