Íslandsmót barna- og unglingasveita 2020

    0
    1001
    Hvenær:
    16. janúar, 2021 @ 11:00 – 18:00
    2021-01-16T11:00:00-01:00
    2021-01-16T18:00:00-01:00
    Hvar:
    Skákhöllin
    Faxafen 12
    108 Reykjavík
    Ísland
    Gjald:
    6000
    Tengiliður:
    Skáksamband Íslands
    Íslandsmót barna- og unglingasveita 2020 @ Skákhöllin | Reykjavík | Ísland

    Íslandsmót barna- og unglingasveita (taflfélaga) 2020 fer fram laugardaginn 16. janúar 2021 í skákhöllinni í Faxafeni 12. Vegna samkomutakmarkana er skipt í tvo riðla, sem tefldir verða í sitthvoru rýminu, og svo tefla sigursveitir riðlanna til úrslita. Taflmennskan hefst kl. 14.

    Mótið er fyrir skákmenn fædda 2005 og síðar.

    Tímamörk verða 8+3. Líklega verða 8-9 sveitir í hvorum riðli. Í hverri sveit má hafa einn varamann. Leitast verður við að hafa riðlana sem jafnasta.

    Verði góð þátttaka (+16 eða 18 sveitir) er til athugunar að bæta við b-deild sem tefld yrði einnig á laugardeginum en hæfist kl. 11.

    Þátttökugjöld eru 6.000 kr. fyrir A lið og 3.000 kr. fyrir hvert lið eftir það. Hámarksgjald fyrir félag er 20.000. kr

    Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga.

    Reglugerð mótsins – athugið að vegna samkomutakmarkana er ekki hægt að fara eftir þeim að fullu leyti.

    Sérreglur vegna mótsins

    • Áhorfendur eru ekki velkomnir á skákstað – skutlað og sótt gildir
    • Einn varamaður leyfður með hverri sveit – og að hámarki einn liðsstjóri með hverju félagi í hverjum riðli. Liðsstjórar séu ávallt fyrir aftan liðsmenn á meðan teflt er.
    • Ef með b-sveitum fleiri en 16-18 sveitir eru skráðar til leiks – verður horft til styrkleika sveita við flokkun í a- og b-deild. Þó njóta b-sveitir ávallt forgangs á c-sveitir, c-sveitir á d-sveitir o.s.frv.
    • Hægt er að óska eftir keppnisrétt í b-deild þótt að lið eigi keppnisrétt í a-deild telji liðsstjórar það henta sínu liði betur.
    • A- og b-sveitir sama félags skulu ávallt vera í sitthvorum riðlinum og sveitum frá sama félagi skal skipt jafnt á milli riðla eins og hægt er.
    • Þar sem ekki er teflt eftir svissneska kerfinu eru oddastig ekki í samræmi við reglugerð*

    Skráningarfrestur liða þarf að skila inn eigi síðar en kl. 23:59 miðvikudaginn, 13. janúar. Á fimmtudagsmorguninn, 14. janúar verður gefið út hvaða lið fá keppnisrétt og hvaða lið lenda í a-deild og b-deild.

    Endanlegri liðsskipan, sem ekki verður hægt að breyta nema að sýnt sé fram á mjög góðar ástæður, skal skila eigi síðar en kl. 12, föstudaginn, 15. janúar. Í kjölfarið verður birt skipting í riðla.

    Verðlaun og oddastig

    Í keppninni um gull verða tefldar tvær umferðir. Verði jafnt 4-4 verður teflt til þrautar með tímamörkunum 3+2. Sveitirnar sem lenda í öðru sæti í hvorum riðli fá brons.

    Veitt verða verðlaun fyrir þrjár efstu sveitirnar í b-deild

    *Oddastig séu sveitir jafnar að vinningum

    1. Stig (match point)
    2. Innbyrðis viðureign
    3. Sonneborn-Berger
    4. Hlutkesti

     

    - Auglýsing -