Íslandsmót barnaskólasveita, 1.-3. bekkur

  0
  354
  Hvenær:
  9. maí, 2021 @ 11:00 – 14:00
  2021-05-09T11:00:00+00:00
  2021-05-09T14:00:00+00:00
  Hvar:
  Rimaskóli
  112 Reykjavík
  Ísland
  Gjald:
  7500
  Íslandsmót barnaskólasveita, 1.-3. bekkur @ Rimaskóli | Reykjavík | Ísland

  Íslandsmót barnaskólasveita, 1.-3. bekkur, fer fram í Rimaskóla, sunnudaginn, 9. maí. Mótið verður teflt í samræmi við núverandi sóttvarnareglur sem leyfa aðeins 50 manns í hverju hólfi í íþróttakeppni.

  Aðeins er hægt að leyfa eina sveit frá hverjum skóla. Skipt verður í tvö hólf og tvær efstu sveitirnar úr hvorum riðli tefli um sigurinn í sérstakri úrslitakeppni. Verði núverandi reglur rýmkaðar er möguleiki á að b-sveitir geti einnig tekið þátt.

  Umhugsunartími 5+2 á hvern keppenda og má gera ráð fyrir 7-9 umferðum auk úrslitakeppni fyrir efstu sveitir.

  Mótið hefst kl. 11 og áætlað er að því ljúki með verðlaunaafhendingu á milli 13 og 14..

  Einn liðsstjóri getur fylgt hverri sveit. Áhorfendur mega hins vegar ekki koma inn í skólahúsnæðið og ekki er hægt að bjóða upp á veitingar. Foreldrar eru því hvattir til að nesta krakkana.

  Þátttökugjöld kr. 7.500.- á sveit. Frítt er fyrir sveitir utan höfuðborgarsvæðisins.

  Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjár sveitirnar og efstu þrjár landsbyggðarsveitirnar.

  Núverandi Íslandsmeistari barnaskólasveita (1.-3. bekkur) er Lindaskóli. Nánar um mótið í fyrra hér.

  - Auglýsing -