Íslandsmót kvenna 2023

    0
    352
    Hvenær:
    18. september, 2023 @ 18:00 – 24. september, 2023 @ 18:00
    2023-09-18T18:00:00+00:00
    2023-09-24T18:00:00+00:00
    Gjald:
    Ókeypis
    Tengiliður:
    Skáksamband Íslands
    Íslandsmót kvenna 2023

    Íslandsmót kvenna 2023 fer fram í húsnæði Skákskóla Íslands, Faxafeni 12, 18.-24. september 2023.

    Teflt verður í tveim flokkum. Annars vegar í landsliðsflokki kvenna. Þar eiga keppnisrétt allar skákkonur með 1600 skákstig eða meira. Sigurvegarinn hlýtur sæmdarheitið Íslandsmeistari kvenna árið 2023. Hins vegar í áskorendaflokki. Hann er opin fyrir allar skákkonur sem ekki ná 1600 skákstigum.

    Búið er að loka fyrir skráningu í landsliðsflokk en enn er opið fyrir skráningu í áskorendaflokk.

    Engin þátttökugjöld.

    LANDSLIÐSFLOKKUR KVENNA

    Opinn fyrir allar skákkonur með 1600 skákstig eða meira. Það má bæta við keppenda standi á stöku.

    Tefldar verða 5 umferðir. Allar við alla.

    Keppendalistinn á Chess-Results

    Umferðartafla

    1. Mánudagurinn, 18. september kl. 18
    2. Þriðjudagurinn, 19. september, kl 18
    3. Fimmtudagurinn, 21. september, kl. 18
    4. Laugardagurinn, 23. september, kl. 13
    5. Sunnudagurinn, 24. september, kl. 13

    Tímamörk verða 90+30 auk 15 mínútna eftir 40 leiki

    Verðlaun

    1.      150.000 kr.
    2.        90.000 kr.
    3.        60.000 kr.

    Verðlaun skiptast jafnt séu fleiri ein jöfn í verðlaunsætum. Verði tvær eða fleiri efstar og jafnir verður teflt til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn með styttri tímamörkum.

    ÁSKORENDAFLOKKUR KVENNA

    Allar skákkonur með minna en 1600 skákstig hafa keppnisrétt.

    Verður teflt um helgina 22.-24. september.

    Teflt verður með áþekku fyrirkomulagi og í Bikarsyrpu TR.

    Tímamörk verða 30+30

    Verðlaun

    1. Úttekt í Skákbúðinni upp á kr. 20.000
      2. Úttekt í Skákbúðinni upp á kr. 15.000
      3. Úttekt í Skákbúðinni upp á kr. 10.000
    - Auglýsing -