Íslandsmót öldunga 2019

    0
    1357
    Hvenær:
    19. september, 2019 @ 16:00
    2019-09-19T16:00:00+00:00
    2019-09-19T16:15:00+00:00
    Hvar:
    Skáskóli Ísland
    Faxafen 12
    108 Reykjavík
    Ísland
    Gjald:
    10000
    Tengiliður:
    Gunnar Björnsson
    8206533
    Íslandsmót öldunga 2019 @ Skáskóli Ísland | Reykjavík | Ísland

    Íslandsmót öldunga (65+) verður haldið í fyrsta skipti sem kappskákmót 5.-22. september nk. Mótið verður haldið í húsnæði Skákskóla Íslands, Faxafeni 12.

    Tefldar verða sex umferðir á mótinu. Reynt er að koma til móts við þarfir landsbyggðarmanna með fyrirkomulagi mótsins. Tvær hálf vinnings yfirsetur í umferðum 1-4 eru leyfðar.

    Fyrstu þrjár umferðirnar eru haldnar með viku millibili á fimmtudögum (5.-19. september). Mótinu lýkur svo með helgarlotu (20.-22. september).

    Dagskrá

    1. umferð Fimmtudagurinn 5. september 16:00
    2. umferð Fimmtudagurinn 12. september 16:00
    3. umferð Fimmtudagurinn 19. september 16:00
    4. umferð Föstudagurinn 20. september 16:00
    5. umferð Laugardagurinn 21. september 15:00
    6. umferð Sunnudagurinn 22. september 13:00

    Möguleiki er að Norðanmenn geti teflt 1. og jafnvel einnig 2. umferð fyrir norðan við hvorn annan þ.e. ef þátttaka þeirra verður nægjanleg góð.Umhugsunartími:  90 mínútur auk 30 sekúndna viðbótartíma fyrir hvern leik.

    Mótið er opið fyrir alla 65 ára og eldri. Fæddir 1954 eða fyrr.

    Þátttökugjald: 10.000 kr. á keppenda

    Verðlaun:

    1. 120.000 kr. ferðastyrkur á alþjóðlegt öldungamót
    2.   50.000 kr.
    3.   30.000 kr.

    Verðlaun skiptast eftir Hort-kerfinu.

    Veit verða sérverðlaun (verðlaunagripir) fyrir hver fimm ár (70+, 75+ o.s. frv.).

    Oddastig

    Stuðst er við ráðleggingar FIDE.

    • Buchols Cut 1
    • Buchols
    • Sonnoborn-Berger
    • Innbyrðis úrslit
    • Flestar vinningsskákir
    • Flestar vinningsskákir með svörtur

    Skráning

    - Auglýsing -