Íslandsmót skákfélaga 2024-25 – fyrri hluti

    0
    480
    Hvenær:
    3. október, 2024 @ 19:00 – 6. október, 2024 @ 17:30
    2024-10-03T19:00:00+00:00
    2024-10-06T17:30:00+00:00
    Hvar:
    Rimaskóli
    Rósarimi 11
    112 Reykjavík
    Ísland
    Tengiliður:
    Íslandsmót skákfélaga 2024-25 - fyrri hluti @ Rimaskóli | Reykjavík | Reykjavíkurborg | Ísland

    Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2024-25 fer fram dagana 3.-6. október nk. Fyrri hlutinn fer fram í Rimaskóla.

    Fyrsta umferð (eingöngu í úrvalsdeild) mun hefjast kl. 19.00 fimmtudaginn 3. október.

    Aðrar deildir munu hefjast föstudaginn 4. október kl. 19:00. Síðan verður teflt laugardaginn 5. október kl. 11.00 og kl. 17.30 sama dag. Síðasta umferðin í fyrri hlutanum hefst kl. 11.00 sunnudaginn, 6. október. Allar deildir hefjast á sama tíma.

    Síðasti möguleiki fyrir félagaskipti er 13. september kl. 23:59. Skákmenn án félags og alþjóðlegra kappskákstiga eru undanþegnir þeim fresti.

    Í úrvalsdeild verða tímamörkin 90 mínútur á fyrstu 40 leikina auk þess sem 15 mínútur bætast við á hvorn keppenda eftir 40 leiki + 30 sekúnda viðbótartími eftir hvern leik. Í öðrum deildum verður umhugsunartími 90 mín. á skákina + 30 sek. viðbótartími eftir hvern leik.

    Þátttökugjöld 2024-25 verða

    • Úrvalsdeild 140.000 kr.
    • 1. deild 95.000 kr.
    • 2. deild 45.000 kr.
    • 3. deild 35.000 kr.
    • 4. deild 25.000 kr.

    SÍ endurgreiðir ferðakostnað innanlands, fyrir þá sem koma langt að. Allt að kr. 30.000 kr. í úrvalsdeild fyrir þá sem tefla allar fimm umferðirnar en kr. 15.000 kr. fyrir aðra í úrvalsdeild og í 1. fyrstu deild gegn framvísun kvittana. Ekki er endurgreiddur ferðakostnaður fyrir aðrar deildir.

    Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn).

    Skráningarfrestur er til 10. september 2024 í úrvalsdeild, 1. deild, 2. deild og 3. deild en til 27.september í 4. deild.

    Síðari hluti mótsins fer fram 27. febrúar til 2. mars 2025.

    - Auglýsing -