Íslandsmót stúlknasveita (skólasveitir)

    0
    216
    Hvenær:
    25. janúar, 2025 @ 13:00 – 16:00
    2025-01-25T13:00:00-01:00
    2025-01-25T16:00:00-01:00
    Hvar:
    Faxafen 12
    Faxafen 12
    108 Reykjavík
    Ísland
    Gjald:
    12000
    Tengiliður:
    Skáksamband Íslands
    Íslandsmót stúlknasveita (skólasveitir) @ Faxafen 12 | Reykjavík | Reykjavíkurborg | Ísland

    Íslandsmót grunnskólasveita – stúlknaflokkar fara í skákhöllinni í Faxafeni 12, laugardaginn 25. janúar. 

    Teflt verður í þremur flokkum. Taflmennska hefst kl. 13:00 og er teflt í öllum flokkum samtímis. 

    Fyrsti og annar bekkur

    Fimm umferðir með tímamörkunum 4+2. 

    Þriðji til fimmti bekkur

    Sex umferðir með tímamörkunum 6+2. 

    Sjötti til tíundi bekkur

    Sex umferðir með umhugsunartímanum 8+2

    Umferðafjöldi getur breyst með tilliti til fjölda þátttökusveita. Keppendur geta teflt upp fyrir sig, þ.e. með eldri sveit síns skóla, en þá ekki með annarri sveit. Í hverri sveit skulu vera þrjú borð og varamenn mega vera allt að þrír. Engin takmörk eru á fjölda sveita frá hverjum skóla.

    Auk verðlauna til þriggja efstu sveitanna í hverjum flokki, þá verða veitt verðlaun til efstu b-sveitarinnar í hverjum flokki og efstu c/d/e sveitarinnar. Og að lokum verða veitt verðlaun til efstu landsbyggðarsveitarinnar í hverjum flokki.

    Þátttökugjald á hverja sveit er 9.000 kr,  en að hámarki 18.000 kr. á hvern skóla.

    Frétt um úrslit mótsins á síðasta ári 

    Skráningu lýkur kl. 13, föstudaginn, 24. janúar.

    - Auglýsing -