Íslandsmót ungmenna (u8-u16)

  0
  149
  Hvenær:
  14. nóvember, 2020 @ 11:00 – 14:00
  2020-11-14T11:00:00+00:00
  2020-11-14T14:00:00+00:00
  Hvar:
  Brekkuskóli
  Skólastíg
  Akureyri
  Ísland
  Gjald:
  1500
  Tengiliður:
  Skákfélag Akureyrar og Skáksamband Íslands
  Íslandsmót ungmenna (u8-u16) @ Brekkuskóli | Akureyri | Ísland

  Stefnt er á að halda mótið 14. nóvember á Akureyri. Nánari upplýsingar væntanlegar þegar nær dregur.

  ——-

  Íslandsmóti ungmenna (u8-u16) sem var fyrirhugað 17. október nk. í Brekkuskóla á Akureyri hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Það er gert vegna tilmæla stjórnvalda um að fella niður íþróttastarf næstu tvær vikurnar og þar með talið hópferðir út á land.

  Stefnt er á að mótið fari fram síðar í ár á Akureyri. Ný dagsetning verður tilkynnt með a.m.k. vikufyrirvara.

  ——-

  Íslandsmót ungmenna í skák (u8-u16) fer fram í Brekkuskóla á Akureyri 17. október nk. Teflt verður um Íslandsmeistaratitla í fimm aldursflokkum, u8, u10, u12, 14 og u16, bæði fyrir stráka og stelpur, alls 10 Íslandsmeistaratitla.  Miðað er við fæðingarár, (t.d. u16 börn sem fædd eru árin 2004 og 2005).

  Dagskrá og fyrirkomulag

  Kl. 11:00

  Eldri flokkar; f. 2004-2009 (þ.e. u12, u14 og u16).

  Sjö umferðir, umhugsunartími 10-3.

  kl. 12.00

  Yngri flokkar;  börn f. 2010 og síðar (þ.e. u8 og u10). Sjö umferðir. Umhugsunartími 7-3.

  Verðlaunaafhending kl. 14.00.

  Gisting

  Keppendum sem vantar gistingu er bent á gistiheimilið Önnu sem er við hliðina á Brekkuskóla. Tveggja manna herbergi kostar kr. 8.000 fyrir eina nótt kr. 15.000 fyrir tvær nætur.  Góð sameiginleg aðstaða með eldhúsi. Bókanir í síma 780 0500 – 777 0200. og/eða tölvupósti í netfangið ourakureyri@gmail.com.

  Annars ótal gistimöguleikar á Akureyri eins og fólk veit.

  Skráning

  Skráning fer fram á skak.is (guli kassinn á hægri hluta síðunnar). Skráningarfrestur er til 15. október kl. 11.

  Þátttökugjöld eru 1.500 kr.  Systkini greiða ekki meira en 2.500 kr. Best er að leggja þau inn á reikning Skákfélaga Akureyrar, 302-26-4536, kt. 590986-2169 fyrir lok skráningarfrests. Vinsamlegast hafið í skýringum fyrir hvern er greitt.

  Verðlaun

  Verði tveir eða fleiri keppendur jafnir í verðlaunasætum gilda oddastig*

  Þrír efstu í öllum flokkum fá verðlaunabikar.

  Allir Íslandsmeistararnir fá frí þátttökugjöld á Kviku Reykjavíkurskákmótið 2021.

  Happdrætti verður í lok hvers flokk þar sem dregið verða út vegleg verðlaun frá Heimilistækjum og Tölvulistanum.

  Ferðalagið 

  SÍ getur útvegað far fyrir þá sem það vantar. Annaðhvort með að sameinast í einkabílum eða panta rútu. Vinsamlegast merktu við í viðeigandi kassa. Gert er ráð fyrir að lagt væri af stað norður á föstudagseftirmiðdegi og færi til baka á laugardagseftirmiðdegi. Haft verður samband við viðkomandi að loknum skráningarfresti.

  *Oddastig – stuðst verður við ráðleggingar FIDE

  - Auglýsing -