Íslandsmót ungmenna (u8-u15)

  0
  752
  Hvenær:
  28. nóvember, 2020 @ 11:00 – 29. nóvember, 2020 @ 16:30
  2020-11-28T11:00:00+00:00
  2020-11-29T16:30:00+00:00
  Hvar:
  Skákhöllin,
  Faxafen 12
  108 Reykjavík
  Ísland
  Gjald:
  1500
  Tengiliður:
  Skáksamband Íslands
  Íslandsmót ungmenna (u8-u15) @ Skákhöllin, | Reykjavík | Ísland

  Íslandsmót ungmenna (u8-u15)* fer fram helgina 28. nóvember og 29. nóvember í skákmiðstöðinni við Faxafen 12. Teflt verður í Taflfélagi Reykjavíkur og ef með þarf verður einnig teflt í húsnæði Skákskólans.

  Ef keppendafjöldi í einhverjum flokki fer yfir fjöldatakmarkanir verður flokknum skipt í tvennt, teflt í sitthvoru rýminu á sama tíma og svo teflt til úrslita. Ef til þess kemur verður það fyrirkomulag kynnt fimmtudaginn 26. nóvember.

  Yngri flokkarnir (u8 og u10) fara fram laugardaginn 28. nóvember. Eldri flokkarnir (u12, u14 og u15) fara fram á sunnudeginum. Teflt er í fimm aldursflokkum. Krýndir verða 10 Íslandsmeistarar – efsti strákur og efsta stelpa í öllum flokkunum fimm.

  Vegna sóttvarnarregla gildir “skutlað og sótt”. Ekki er hægt að fylgja börnunum inn. Vel verður tekið á móti krökkunum í yngri flokkunum í anddyri af hálfu mótshaldara. Forráðamenn eru jafnframt beðnir um að nesta krakkana en ekki verður boðið upp á neinar veitingar á skákstað.

  TÍMASETNINGAR

  Laugardagurinn, 28. nóvember

  Kl, 11:00 – 13:00 Íslandsmót ungmenna u8

  Kl. 14:00 – 16:00 Íslandsmót ungmenna u10

  Sunnudagurinn, 29. nóvember

  Kl, 11:00 – 13:30 Íslandsmót ungmenna u12

  Kl. 14:00 – 16:30 Íslandsmót ungmenna u14 og u15*

  Afar góð verðlaun verða í boði. Allir Íslandsmeistararnir tíu fá frí þátttökugjöld á Kviku Reykjavíkurskákmótið og veglega eignarbikara.

  FLOKKAR

  8 ára og yngri (f. 2012 og síðar)

  Tefldar verða 7 umferðir. Umhugsunartími: 7 + 3 mínútur.

  9-10 ára (f. 2010-11)

  Tefldar verða 8 umferðir. Umhugsunartími: 7 + 3 mínútur.

  11–12 ára (f. 2008-09)

  Tefldar verða 8 umferðir með umhugsunartímanum 10 + 2.

  13–14 ára (f. 2006 og 2007)

  Tefldar verða 8 umferðir með umhugsunartímanum 10 + 5.

  15 ára (f. 2005)*

  Vegna samkomutakmarkanna verður elsti flokkurinn aðeins fyrir 15 ára og yngri í ár. Að öllum líkindum verður flokkurinn sameinaður flokki 13-14 ára.

  SKRÁNING OG GREIÐSLA ÞÁTTTÖKUGJALDA

  Skráning fyrir alla flokka fer fram á www.skak.is (guli kassinn til hægri).

  Athugið fyrri skráning á mótið á Akureyri gildir ekki – það þarf endurskráningu.

  Skráningarfrestur í mótið er til miðnættis á miðvikudeginum 25. nóvember.

  Þátttökugjald er krónur 1.500 og skal leggja inn á reikning 101-26-12763, kt. 580269-5409. Systkini borga aldrei meira en 2.500 kr. samtals. Vinsamlegast sendið kvittun á skaksamband@skaksamband.is og setjið í skýringu fyrir hvaða barn/ungling er um að ræða.

  VERÐLAUN

  Verði tveir eða fleiri keppendur jafnir og efstir í elstu flokkunum þremur verður teflt einvígi/aukakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Einvígið/aukakeppnin fer fram strax að loknu móti. Gildir um bæði kyn. Um önnur sæti gilda oddastig**. Verði tveir eða fleiri keppendur jafnir í yngstu flokkunum tveimur gilda oddastig**

  Verðlaunaafhending fer fram að keppni lokinni í hverjum flokki.

  Þrír efstu í öllum flokkum fá verðlaunabikar.

  Allir Íslandsmeistararnir fá frí þátttökugjöld á Kviku Reykjavíkurskákmótið 2021.

  Happdrætti verður í lok hvers flokk þar sem dregið verða út vegleg verðlaun frá Heimilistækjum og Tölvulistanum.

  Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskák- eða hraðskákstiga eftir því sem við á.

  * Vegna aðstæðna verður flokkurinn að þessu sinni u15 – ekki u16.

  **Nánar um oddastig

  Allir við alla: 1. Sonneborn-Berger, 2. Innbyrðis úrslit, 3. Fjöldi sigra 4. Hlutkesti

  Opnir flokkar: 1. Buchols (-1), 2. Buchols, 4. Sonneborn-Berger 4. Innbyrðis úrslit 5. Hlutkesti

  - Auglýsing -