Íslandsmótið í atskák 2023

    0
    471
    Hvenær:
    30. desember, 2023 @ 14:00 – 19:00
    2023-12-30T14:00:00-01:00
    2023-12-30T19:00:00-01:00
    Hvar:
    Bankinn vinnustofa
    Austurvegur 20
    800 Selfoss
    Ísland
    Gjald:
    3500
    Tengiliður:
    CAD
    Íslandsmótið í atskák 2023 @ Bankinn vinnustofa | Selfoss | Sveitarfélagið Árborg | Ísland

    Íslandsmótið í atskák fer fram laugardaginn 30. desember á Selfossi á Bankanum Vinnustofu. Chess After Dark sjá um mótið – mótið er í boði Kaffi Krús.

    Mótið hefst kl 14.00.

    Tímamörk: 10+3

    9 umferðir.

    Aðeins er tekið við skráningu á netinu, ekki á staðnum.

    Lokað verður fyrir skráningu í mótið föstudaginn 29, desember kl 23:59

    Sigurvegari mótsins hlýtur nafnbótina Atskákmeistari Íslands 2023. Núverandi Íslandsmeistari er stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson.

    Í lok móts verður verðlaunaafhending/lokahóf sem fer fram sömuleiðis á Bankanum vinnustofu.

    Aðalstyrktaraðili mótsins er Tómas Þóroddsson.

    Verðlaun eru eftirfarandi:

    1. 110.000 krónur
    2.   55.000 krónur.
    3.   30.000 krónur

    U2000: 17.000 krónur
    U1600: 17.000 krónur

    Mótið verður reiknað til alþjóðlegraskákstiga.

    Þáttökugjöld:
    Fullorðnir: 3.500 kr
    17 ára og yngri: 2.500 kr
    Hlökkum til að sjá ykkur og hvetjum alla til að mæta.

    - Auglýsing -