Fimmta umferð Heimsmótsins í netskák fer fram sunnudaginn 25. ágúst og hefst kl. 18:00 en þá mætum við liði Rússlands.
Lið Rússlands er að sjálfsögðu gríðarlega öflugt eins og við þekkjum frá síðasta tímabili. Viðureignir liðanna hafa ávallt verið mjög spennandi og er skemmst að minnast þess að við lögðum þá að velli 51.5 – 50.5 í úrslitakeppninni í janúar. Það getur því allt gerst og er því mikilvægt að sem flestir mæti til leiks og taki þátt í þessari viðureign.

Ísland er sem stendur í 3. sæti í deildinni en það gæti auðveldlega breyst þar sem margar lykilviðureignir eru enn ótefldar. Rússland og Úkraína mætast t.d. í lokaumferðinni þann 15. sept.
Við eigum þrjár umferðir ótefldar.
- 25. ágúst – Rússland
- 8. september – Frakkland
- 15. september – Slóvakía
SKRÁNING
Skráning er ekki skilyrði fyrir þátttöku, en æskilegt væri ef keppendur færu hér – https://www.facebook.com/events/492900677954317/ – og merktu við “mæti”. Það auðveldar skipuleggjendum að tryggja að við séum með eins sterkt og fjölmennt lið og mögulegt er.
DAGSKRÁIN Á SUNNUDAGINN
- 18:00 Leifturskák – https://www.chess.com/live#tm=4069
- 18:20 Hraðskák – https://www.chess.com/live#tm=4071
- 19:00 Slembiskák – https://www.chess.com/live#tm=4070
BEINAR ÚTSENDINGAR

Chess.com leggur áherslu á að allar viðureignir mótsins verði sendar út í beinni útsendingu. FM Ingvar Þór Jóhannesson mun sjónvarpa viðureignum liðsins á Twitch rásinni twitch.tv/zibbit64 í samstarfi við Chess.com. Fögnum við því mjög, enda fer þar maður með gríðarlega reynslu af slíkum útsendingum. Gott væri að allir færu á slóðina að ofan og smelltu á “follow”.
NÝLIÐAR VELKOMNIR!
Nýliðar eru sérstaklega velkomnir og það eina sem þeir þurfa að gera er að fara á síðu liðsins á chess.com og smella á join. Allir geta tekið þátt!
https://www.chess.com/club/team-iceland
VERÐLAUN
Chess.com leggur til verðlaun í formi demants áskrifta ( efstu þrjú lið í 1. deild). Þeir sem taka oftast þátt eiga því ágæta möguleika á að vinna til verðlauna.
TENGLAR
- Facebook síða Team Iceland
- Allar viðureignir Team Iceland
- Pörun, staða og úrslit
- Síða LCWL hjá Chess.com – Þar verða fréttir og upplýsingar um keppnina
- Beinar útsendingar – FM Ingvar Þór Jóhannesson verður með beinar útsendingar frá viðureignum Íslands!