LCWL ÚRSLIT: ÍSLAND – ÚKRAÍNA

  0
  297
  Hvenær:
  13. október, 2019 @ 17:30 – 19:30
  2019-10-13T17:30:00+00:00
  2019-10-13T19:30:00+00:00
  Hvar:
  Chess.com
  Gjald:
  Ókeypis
  Tengiliður:
  Tómas Veigar Sigurðarson
  6621455

  Næst síðasta viðureign tímabilsins fer fram sunnudaginn 13. október kl. 17:30, en þá mætum við meisturnunum frá Úkraínu.

  Þá þarf ekki að kynna til leiks, en þeir eru með gríðarlega fjölmennt og öflugt lið. Það er því ljóst að við þurfum á öllum okkar liðsmönnum að halda í þessari viðureign!

  Staðan í 1. deild

  Staðan í 1. deild er þannig að Úkraína er lang efst með 27 stig (eiga eftir að tefla við Rússa), Rússar eru í öðru sæti með 24 stig og Ísland er í þriðja sæti með 15 stig.

  Í úrslitum gildir sú regla að tvö stig fást fyrir hverja viðureign (leiftur- ,hrað og slembiskák), og er því alls hægt að vinna 6 stig í hverri umferð.

  Næstu viðureignir

  • Sunnudaginn 13. október Ísland – Úkraína
  • Sunnudaginn 20. október Ísland – Serbía (áætlun, á eftir að semja við þá)
  SKRÁNING

  Skráning er ekki skilyrði fyrir þátttöku, en æskilegt væri ef keppendur færu hér – https://www.facebook.com/events/1900642350081485/ – og merktu við “mæti”. Það auðveldar skipuleggjendum að tryggja að við séum með eins sterkt og fjölmennt lið og mögulegt er.

  DAGSKRÁIN

  BEINAR ÚTSENDINGAR

  Twitch.tv/zibbit64

  Chess.com leggur áherslu á að allar viðureignir mótsins verði sendar út í beinni útsendingu. FM Ingvar Þór Jóhannesson mun sjónvarpa viðureignum liðsins á Twitch rásinni twitch.tv/zibbit64 í samstarfi við Chess.com. Fögnum við því mjög, enda fer þar maður með gríðarlega reynslu af slíkum útsendingum. Gott væri að allir færu á slóðina að ofan og smelltu á “follow”.

  NÝLIÐAR VELKOMNIR!

  Nýliðar eru sérstaklega velkomnir og það eina sem þeir þurfa að gera er að fara á síðu liðsins á chess.com og smella á join. Allir geta tekið þátt!

  https://www.chess.com/club/team-iceland

  VERÐLAUN

  Chess.com leggur til verðlaun í formi demants áskrifta ( efstu þrjú lið í 1. deild). Þeir sem taka oftast þátt eiga því ágæta möguleika á að vinna til verðlauna.

  TENGLAR

  - Auglýsing -