Menningarskákmót í Listasafni Akureyrar

  0
  231
  Hvenær:
  11. júlí, 2020 @ 14:00 – 17:00
  2020-07-11T14:00:00+00:00
  2020-07-11T17:00:00+00:00
  Hvar:
  Listasafn Akureyrar
  Kaupvangsstræti 8
  Akureyri
  Ísland
  Gjald:
  1800
  Tengiliður:
  Laugardaginn 11. júlí mun fara fram opið hraðskákmót Miðbæjarskákar og Skákfélags Akureyrar í samstarfi við Skáksamband Íslands í glæsilegum húsakynnum listasafns Akureyrar.
   
  Helstu upplýsingar:
   
  Tímasetning: 14:00-17:00.
   
  Umferðafjöldi og tímamörk: 11 umferðir, 3 mín + 2 sek.
   
  Þátttökugjald: 1800 kr. – sem veitir einnig aðgang að öllu safninu, stórmeistarar og alþjóðlegir meistarar tefla frítt.
   
  Ókeypis fyrir 18 ára og yngri, öryrkja, nemendur, félagsmenn í ICOM, Físos, SÍM, Gilfélaginu og Myndlistarfélaginu.
   
  Verðlaunasjóður: 50.000 kr. tryggðar að lágmarki. Frekari útfærslur á skiptingu verðlauna koma þegar nær dregur.
   
  Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.
   
  Nánari upplýsingar: Elvar Örn Hjaltason, s. 690-6556
   
   
  Síðast en ekki síst – Sunnudaginn 12. júlí kl. 12:00 fer svo fram annað veglegt hraðskákmót í íþróttahöllinni Akureyri, Skólastíg 1. Inngangur er að vestan. Skráning verður á staðnum í það mót.
  - Auglýsing -