Magnaður miðvikudagur – Friðriksmókin í verðlaun!

  0
  278
  Hvenær:
  25. nóvember, 2020 @ 20:00 – 22:00
  2020-11-25T20:00:00-01:00
  2020-11-25T22:00:00-01:00
  Hvar:
  Tornelo
  Gjald:
  Ókeypis
  Tengiliður:
  Skáksamband Íslands
  Magnaður miðvikudagur - Friðriksmókin í verðlaun! @ Tornelo

  Skáksamband Íslands ætlar að standa fyrir mótasyrpu á miðvikudögum (Mögnuðum miðvikudögum) á meðan samkomutakmörkunum fullorðna stendur. Mótasyrpan verður haldin á Tornelo-netþjóninum.

  Annað mótið fer fram miðvikudaginn 25. nóvember og hefst kl. 20. Að þessu sinni verða tefldar sjö umferðir með umhugsunartímanum 4+2. Mótið verður að þessu sinni tileinkað skákævisögu Friðriks Ólafssonar og verða áritaðar bækur í verðlaun fyrir efsta sætið og einn heppinn útdreginn keppenda.


  Davíð Kjartansson vann sigur á fyrsta mótinu sem fram fór 18. nóvember nk. og var tileinkað Queen´s Gambit.


  Námskeið frá ECU (að virði 30.000 kr.) verða í verðlaun fyrir bestan árangur í flokki u25 og u16.

  *𝐖𝐞 𝐫𝐞𝐦𝐢𝐧𝐝 𝐄𝐮𝐫𝐨𝐩𝐞𝐚𝐧 𝐍𝐚𝐭𝐢𝐨𝐧𝐚𝐥 #𝐂𝐡𝐞𝐬𝐬 𝐅𝐞𝐝𝐞𝐫𝐚𝐭𝐢𝐨𝐧𝐬 𝐭𝐡𝐚𝐭 𝐜𝐚𝐧 𝐫𝐞𝐠𝐢𝐬𝐭𝐞𝐫 𝟐 𝐩𝐥𝐚𝐲𝐞𝐫𝐬 𝐟𝐨𝐫 𝐟𝐫𝐞𝐞 𝐢𝐧 𝐭𝐡𝐞 annual 𝐭𝐫𝐚𝐢𝐧𝐢𝐧𝐠…

  Posted by European Chess Union on Miðvikudagur, 18. nóvember 2020

  Tornelo líkir eftir borðskák

  Tornelo-vefurinn er eilítið öðruvísi en hefðbundnir skákvefir. Reynt er að líkja meira eftir hefðbundinni skák og má kalla mótið blöndu raunskákar og netskákar (blendingskák – e. hybrid chess). Má þar nefna að:

  • Skákstjóri setur umferðir í gang og getur stöðvað skákir ef þörf er á.
  • Unnt er að kalla á skákstjóra.
  • Ekki er dæmt sjálfkrafa jafntefli ef þráteflt er heldur þarf að krefjast þess.

  Stærsti munurinn er sá að ekki er hægt að leika fyrirfram (pre-move) heldur þarf að bíða eftir leik andstæðingsins.  Það að vera fljótur á músinni hefur því ekki sama gildi á Tornelo eins og t.d. á Chess.com.

  Þegar menn skrá sig í fyrsta skipti þarf að fara í gegnum fremur einfalt innskráningarferli. Til að byrja þarf að stofna reikning.

  Skráning

  Skráning í mótið fer fram hér.

  Skylda er að skrá sig með fullu og réttu nafni. Mælt er með því að þátttakendur skrái með fyrirvara – ekki rétt fyrir mót.

  Góða skemmtun!

  - Auglýsing -