Meistaramót Skákskóla Íslands

  0
  481
  Hvenær:
  18. maí, 2019 @ 11:00 – 19. maí, 2019 @ 21:00
  2019-05-18T11:00:00+00:00
  2019-05-19T21:00:00+00:00
  Hvar:
  Skákskóli Íslands
  Faxafen 12
  108 Reykjavík
  Ísland
  Gjald:
  Ókeypis
  Meistaramót Skákskóla Íslands @ Skákskóli Íslands | Reykjavík | Ísland

  Meistaramót  Skákskóla Íslands fyrir starfsárið 2018/2019 fer fram dagana 18.–19. maí og verður í tveim styrkleika/stigaflokkum.  Annar flokkurinn verður skipaður keppendum sem hafa 1600 alþjóðleg elo-stig eða meira en hinn flokkurinn er skipaður keppendum sem er undir 1600 elo stigum eða stigalausir.

   

  Að þessu sinni er mótið í stigahærri flokknum haldið með öðru sniði en undanfarin ár en úrslitin þar eru einungis reiknuð til at-skákstiga.  Í flokki keppenda undir 1600 elo stigum eru skákirnar reiknaðar til alþjóðlegra elo stiga.

   

  Keppnisdagar er tveir, 18. maí og 19. maí.

   

  Í efri styrkleikaflokknum en er  teflt um sæmdarheitið Meistari  Skákskóla Íslands.

   

  Núverandi meistari Skákskólans er Hilmir Freyr Heimisson.

   

  Þátttökurétt hafa nemendur skólans og allir þeir sem tekið hafa þátt í námskeiðum á vegum skólans eða hlotið þjálfun á vegum skólans.

  Að öðru leyti áskilur skólastjóri/mótsnefnd sér rétt til að bjóða völdum einstaklingum til þátttöku.

   

  Mótsnefnd mun jafnframt taka afstöðu til óska þeirra sem ekki ná stigalágmörkum en vilja tefla í stigahærri flokknum.

  Teflt er samtímis í báðum flokkum en dagskráin er svohljóðandi:  

   

  1. umferð. Laugardagur 18. maí kl. 11.-1330.
  2. umferð: Laugardagur 18. maí 13.30 – 16.
  3. umferð: Laugardagur 18. maí 16-18.30
  4. umferð: Laugardagur 18. maí: 18.30-21.

   

  1. umferð: Sunnudagur 19. maí kl. 11-13.30
  2. umferð: Sunnudagur 19. maí kl. 13.30 -16.
  3. umferð: Sunnudagur 19. maí kl. 16. -18.30
  4. umferð: Sunnudagur 19. maí 27. maí kl. 18.30- 21.

   

  Verðlaunaafhending fer fram strax að loknu móti.

   

  Tímamörk í öllum umferðunum 30 30.

   

  Keppendur geta tekið eina eða tvær ½-vinnings yfirsetur í fyrstu fimm umferðunum en tilkynna verður um yfirsetuna fyrir umferð og áður en raðað er í þá næstu

   

   

   

  Tefldar verða átta umferðir eftir svissneska kerfinu í báðum flokkum.

  Dagskrá mótsins verður með eftirfarandi hætti:

   

  Keppendur geta tekið eða tvær ½-vinnings yfirsetu í fyrstu fjórum umferðunum en verða að tilkynna um yfirsetuna fyrir umferðina og áður en raðað er í næstu umferð.

  Skákmenn sem eru með minna en 1600 elo- stig geta óskað eftir því að tefla í flokki stigahærri keppenda og mun mótsnefnd taka afstöðu til þess og skila niðurstöðu með góðum fyrirvara.

   

  Verðlaun í flokki 1600 elo +

   

  1. verðlaun: farmiði að verðmæti kr. 50 þús + uppihaldskostnaður á kr. 35 þús.
  2. verðlaun: Farmiði að verðmæti kr. 40 þús.
  3. – 5. sæti Vandaðar skákbækur.

  Auk þess verða veitt stigaflokkaverðlaun í mótinu:

   

  1800 – 2000 elo:

  1. verðlaun: Farmiði að verðmæti kr. 40 þús.

   

  1600-1800 elo:

  1. verðlaun: Farmiði að verðmæti kr. 40 þús.

   

  Verðlaun í flokki 1600 elo-stig  og minna  og stigalausra:

   

  1. verðlaun: farmiði að verðmæti kr. 40 þús:
  2. – 3. verðlaun: vandaðar skákbækur að eigin vali.

   

  Verðlaun keppenda sem eru undir 1200 elo-stig eða stigalausir:

  1. verðlaun: Vönduð skákbók og landsliðstreyja HENSON.
  2. verðlaun: Landsliðstreyja HENSON.
  3. verðlaun: Landsliðstreyja HENSON.

   

  Mótsstig úrskurða verði keppendur jafnir að vinningum í báðum flokkum –  nema í keppni um 1.  sæti í stigahærri flokknum. Þá skal teflt um titilinn:

  Meistari Skákskóla Íslands 2019.

   

  Mótshaldarinn áskilur sér rétt til að gera breytingar á fyrirfram boðaðri dagskrá.

  Aðalstyrktaraðili Meistaramóts Skákskóla Íslands 2019 er GAMMA. 

   

  - Auglýsing -