Minningarskákmót Hrafns Jökulssonar

    0
    112
    Hvenær:
    1. nóvember, 2024 @ 16:00 – 18:00
    2024-11-01T16:00:00-01:00
    2024-11-01T18:00:00-01:00
    Hvar:
    Aflagrandi 40
    Aflagrandi 40
    108 Reykjavík
    Ísland
    Gjald:
    Ókeypis
    Tengiliður:
    Vinaskákfélagið
    Minningarskákmót Hrafns Jökulssonar @ Aflagrandi 40 | Reykjavík | Reykjavíkurborg | Ísland

    Vinaskákfélagið mun halda glæsilegt Minningarskákmót um Hrafn Jökulsson 1 nóvember á Aflagranda 40.

    Húsið opnar kl. 15:00, þar sem gestir koma og gæða sér á veitingum.
    Einnig munu margir af ættingjum Hrafns koma.
    Á mótinu verður afhent fyrsta styrkúthlutunin úr Minningarsjóði Hrafns Jökulssyni.
    Áfram verður áritað nöfn ættingja og skákmanna á skákborð sem var byrjað á í fyrra.
    Settur verður upp minningarveggur með ýmsum myndum af Hrafni Jökulssyni.
    Barmerki verða handa þeim sem vilja styrkja Minningarsjóðinn.

    Verðlaunapeningar koma frá ÍsSpor, bækur koma frá Skruddu og veitingar koma frá Bakarameistaranum og þakkar Vinaskákfélagið þeim sérstaklega fyrir. Einnig þakkar Vinaskákfélagið starfsmönnum á Aflagranda 40 fyrir að bjóða upp á kaffi á meðan minningarskákmótið er.

    Skákmótið sjálft mun síðan byrja kl. 16:00.
    Tefldar verða 9 umf., með 3 mín. + 2 sek.
    Skákdómari verður Róbert Lagerman og mótstjóri verður Hörður Jónasson.

    Glæsileg verðlaun verða á mótinu:

    1. sæti: Gull verðl.pen. + 30,000 kr. + bók. (Fær áritað nafn sitt á glæsilega Bronsstyttu).
    2. sæti: Silfur verðl.pen. + 20,000 kr. + bók.
    3. sæti. Bronse verðl.pen. 10,000 kr. + bók.

    Kvennaverðlaun: Gull verðl.pen. + 10.000 kr.
    16 ára og yngri: Gull verðl.pen. + 10.000 kr.
    65 og eldri: Gull verðl.pen. + 10.000 kr.

    Áætlað að margir af sterkustu skákmönnum Íslands mæti. Skráið ykkur sem fyrst!

    Þegar skráðir menn: Minningarskákmót um Hrafn Jökulsson 2024

    Einnig getið þið skráð ykkur á staðnum.
    Allir velkomnir.
    Gens una sumus – Við erum ein fjölskylda!

    Skráning er á Heimasíðu Vinaskákfélagsins: Glæsilegt Minningarskákmót Hrafns Jökulssonar 1 nóv. 2024

    - Auglýsing -