Reykjavíkurmót í skólaskák

    0
    200
    Matthías Björgvin og Ingvar Wu eru núverandi Íslandsmeistarar í skólaskák.
    Hvenær:
    25. maí, 2023 @ 16:00 – 26. maí, 2023 @ 17:00
    2023-05-25T16:00:00+00:00
    2023-05-26T17:00:00+00:00
    Hvar:
    Taflfélag Reykjavíkur
    Faxafen 12
    108 Reykjavík
    Ísland
    Gjald:
    Ókeypis
    Reykjavíkurmót í skólaskák @ Taflfélag Reykjavíkur | Reykjavík | Reykjavíkurborg | Ísland

    Reykjavíkurmót í skólaskák fer fram fimmtudaginn 25. og föstudaginn 26. maí í Taflfélagi Reykjavíkur að Faxafeni 12.

    Teflt verður í einstaklingsflokkum 1.-4. bekkur, 5.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Keppnisrétt hafa þeir krakkar í reykvískum grunnskólum sem teflt hafa með a-sveit síns skóla í einhverri af sveitakeppnum þessa skólaárs. Auk þess hafa allir krakkar úr reykvískum skólum, og með skákstig, keppnisrétt.

    1.-4. bekkur: fimmtudagur 16:00 – 18:00

    5.-7. bekkur: föstudagur 15:00 – 17:00

    8.-10. bekkur fimmtudagskvöld 19:30 – 21:30

    ATH: Mæting og staðfesting þátttöku er í síðasta lagi 10 mínútum áður en mótið hefst.

    Umferðarfjöldi og tímamörk verða endanlega ákveðin þegar skráning liggur fyrir en má gera ráð fyrir 7 umferðum í hverjum flokki með umhugsunartíma 7mín 3sek í viðbót.

    Skráningarfrestur er til 22:00 þriðjudaginn 23. maí.

    Efstu þrjú í hverjum flokki hljóta keppnisrétt á Landsmótinu í skólaskák sem fram fer í Kópavogi 10. og 11. júní.

    - Auglýsing -