SKÁKÆFINGAR FJÖLNIS

    0
    10049
    Hvenær:
    25. október, 2018 @ 16:30 – 18:00
    2018-10-25T16:30:00+00:00
    2018-10-25T18:00:00+00:00
    Hvar:
    Rimaskóli
    112 Reykjavík
    Iceland
    SKÁKÆFINGAR FJÖLNIS

    Hinar vinsælu skákæfingar Fjölnis hefjast að nýju 13. september og verða æfingarnar á dagskrá alla fimmtudaga í vetur í tómstundasal Rimaskóla frá kl. 16:30 – 18:00. 

    Æfingatíminn færist nú á milli daga en undanfarin ár hafa Fjölniskrakkar æft á miðvikudögum. Gengið er inn um íþróttahús Rimaskóla. 

    Æfingarnar eru ókeypis og ætlaðar þeim krökkum á grunnskólaaldri sem nú þegar hafa náð tökum á byrjunaratriðum skáklistarinnar. Á hverri skákæfingu er efnt til skákmóts en einnig boðið upp á kennslu í litlum hópum, hluta æfingartímans. 

    Veitingar eru í boði í skákhléi og í lok hverrar æfingar er verðlaunaafhending og happadrætti.

    Skák er skemmtileg eru kjörorð Skákdeildar Fjölnis. Það hefur alltaf átt vel ef miðað er við öll þau 15 ár sem skákdeildin hefur starfað. Fjölniskrakkar, drengir og stúlkur, hafa í gegnum árin náð frábærum árangri í skák og hefur það sýnt sig best á öllum grunnskólamótum. 

    Helgi Árnason formaður skákdeildar Fjölnis mun líkt og fyrri ár stjórna skákæfingunum ásamt aðstoðarmönnum úr hópi afrekskrakka frá fyrri árum. 

    Munið: Ókeypis skákæfingar í Rimaskóla alla fimmtudaga kl. 16:30. 


    Heimasíða Fjölnis: http://www.fjolnir.is/skak/

    - Auglýsing -