Skákþing Garðabæjar 2022

    0
    1368
    Hvenær:
    19. september, 2022 @ 19:00 – 20:00
    2022-09-19T19:00:00+00:00
    2022-09-19T20:00:00+00:00
    Hvar:
    Vídalínskirkja
    Kirkjulundur 3
    210 Garðabær
    Ísland
    Tengiliður:
    Pall Sigurdsson
    8603120
    Skákþing Garðabæjar 2022 @ Vídalínskirkja | Garðabær | Ísland
    Skákþing Garðabæjar 2022

    Skákþing Garðabæjar 2022 hefst mánudaginn 29. Ágúst.

    Tefldar verða 7 umferðir og verður mótið reiknað til íslenskra og alþjóðlegra stiga.

    Mótsstaður: Safnaðarheimili Vídalínskirkju. Garðabæ. Kirkjulundi 3. Inngangur á bak við.

    Umferðatafla:

    1. -3 umf. Mánudaginn 29. ágúst kl. 19:00 – atskákir. 4. umf. Mánudaginn 5. sept. kl. 19:00 5. umf. Mánudaginn 12. sept. kl. 19:00 6. umf. Mánudaginn 19. sept. kl. 19:00 7. umf. Mánudaginn 26. sept. kl. 19:00

    Verðlaunaafhending og Hraðskákmót Garðabæjar fer fram mánudaginn 31. Október. kl 19:00

    Keppnisfyrirkomulag er svissneskt kerfi. Aðalskákstjóri er Páll Sigurðsson

    Tímamörk fyrir atskákirnar eru nú 25 mínútur með 5 sek sem bætast við hvern leik. Tímamörk fyrir kappskákirnar eru 90 mínútur og 30 sek sem bætast við hvern leik.

    Mótið er opið öllum og er ein hjáseta leyfð til og með 5 umf. Tilkynna þarf hjásetu fyrir lok umferðarinnar á undan. þe. áður en parað er í umferð. Frestun skáka er illmöguleg.

    Verðlaun auk verðlaunagripa:

    Heildarverðlaun fyrir efstu 3 sæti uþb. 70% af keppnisgjöldum, skipt eftir Hort Kerfinu.

    Verðlaun skiptast (50/30/20). Lágmarksverðlaun í fyrsta sæti er 15.000. kr.

    Mótið er um leið Skákþing Taflfélags Garðabæjar. (keppt er um titilinn ef jafnt).

    Sæmdartitilinn Skákmeistari Garðabæjar geta aðeins fengið félagsmenn taflfélags í Garðabæ eða skákmaður með lögheimili í Garðabæ.

    Þátttökugjöld:

    Félagsmenn Fullorðnir 3000 kr. 17 ára og yngri ókeypis.

    Aðrir. Fullorðnir 5000 kr. Unglingar 17 ára og yngri 3000 kr

    IM/WIM og GM/WGM greiða ekki þáttökugjöld.

    Skákmeistari Garðabæjar 2021 er Ögmundur Kristinsson og Skákmeistari Taflfélags  Garðabæjar er Jóhann Ragnarsson. Sigurvegari á Skákþingi Garðabæjar 2021 var Davíð Kjartansson.

    - Auglýsing -