Skólanetskákmót Íslands

  0
  370

  Skólanetskákmót Íslands hefur göngu sína á ný í október. Mótaröðin átti góðu gengi að fagna í fyrravetur og tóku alls á annað hundrað skólakrakkar þátt, hvarvetna af landinu. Mótaröðin er opin grunnskólakrökkum af öllu landinu og eru krakkar af landsbyggðinni sérstaklega hvattir til þátttöku.

  Tengill á mótið: https://www.chess.com/live#t=1946698

  Keppendur sem tóku þátt á síðasta tímabili þurfa líka að skrá sig með skráningarforminu.

  Keppt er um glæsilegan ferðavinning að verðmæti 50 þúsund krónur fyrir bestan árangur í mótaröðinni. Í þeim potti keppa allir saman.

  Fyrsta mótið fer fram sunnudaginn 4. október og hefst kl. 17:00.

  Athugið að nauðsynlegt er að ljúka skráningu tímanlega fyrir mót. 

  SKRÁNING

  1. Velur notendanafn (ef þú ert nýr notandi) og skráir þig inn á https://chess.com/register
  2. Skráir þig til keppni í mótaröðinni hérna -> Skráningarform
  3. Skráir þig í klúbbinn „Skólanetskák“ hjá Chess.com.

  Nauðsynlegt er að ljúka ofantöldum skrefum til að fá aðgang að mótunum á chess.com

  HVERNIG Á AÐ TAKA ÞÁTT Í MÓTUNUM

  Skráðir keppendur mæta á https://www.chess.com/live tímanlega fyrir mót og skrá sig í mótið. Mótið er aðgengilegt undir „Tournaments“ hægra megin við skákborðið. Þegar mótið byrjar parar kerfið sjálfkrafa og opnar skák 1. umferðar.

  Eftir hverja skák, bíða keppendur þar til þeir fá sjálfkrafa næsta andstæðing. Kerfið sér ávallt um að opna skákina.

  Ekki skal aftengjast eða skipta um tæki á milli skáka, en það getur valdið því að keppendur detti út úr mótinu.

  Best er að nota „landlínu“ til að tefla, en þráðlaus- og 4g net geta átt það til að missa samband.

  DAGSETNINGAR MÓTANNA Í VETUR:

  • Sunnudaginn 4.október kl. 17:00 – 18:30
  • Sunnudaginn 1.nóvember kl. 17:00 – 18:30
  • Sunnudaginn 6.desember kl. 17:00 – 18:30
  • Sunnudaginn 3.janúar kl. 17:00 – 18:30
  • Sunnudaginn 7.febrúar kl. 17:00 – 18:30
  • Sunnudaginn 7.mars kl. 17:00 – 18:30
  • Sunnudaginn 4.apríl kl. 17:00 – 18:30
  • Sunnudaginn 2.mai kl. 17:00 – 18:30

  MÓTSREGLUR

  Ávallt eru telfdar sjö umferðir með 4 mínútna umhugsunartíma og 2 sekúndna viðbót við hvern leik.

  Teflt er fyrsta sunnudag hvers mánaðar og hefjast mótin að jafnaði kl. 17:00. Áætlað er að þeim ljúki kl. 18:30. Mótshaldarar áskilja sér rétt til að breyta tímasetningum ef árekstrar verða við aðra skákstarfsemi. Slíkar breytingar verða kynntar á skak.is og með tölvupósti í netfang sem gefið er upp við skráningu.

  Veitt eru stig fyrir bestan árangur í hverjum bekk á landsvísu (12, 10, 9, 8, 7, 6, 5, 4, 3, 2, 1) og sigrar sá sem safnar flestum stigum yfir veturinn. Sex bestu mótin telja til stiga.

  Verði fjöldi keppenda í einstökum bekk undir lágmarki (5), áskilur mótsstjórn sér rétt til að sameina tvo eða fleiri bekki í stigagjöf. Við sameiningu bekkja verður horft til fyrirkomulags Íslandsmóts ungmenna (u8, u10, u12, u14 og u16).

  Verði keppendur efstir og jafnir í mótaröðinni, verður notast við chess.com oddastig til að skera úr um sigurvegara. Verði keppendur enn efstir og jafnir verður haldin aukakeppni um sigurinn í mótaröðinni. Stuðst verður við 13. grein FIDE reglna um skákmótahald en nánara fyrirkomulag verður kynnt ef og þegar þörf krefur.

  Mótsstjórn sker úr um álitamál sem upp kunna að koma.

  MÓTSSTJÓRN:

  Tómas Veigar Sigurðsson, Björn Ívar Karlsson og Stefán Bergsson

  - Auglýsing -