Stúlkna- og drengjameistaramót TR

    0
    274
    Hvenær:
    17. nóvember, 2024 @ 13:00 – 17:00
    2024-11-17T13:00:00-01:00
    2024-11-17T17:00:00-01:00
    Hvar:
    Taflfélag Reykjavíkur
    Faxafen 12
    108 Reykjavík
    Ísland
    Gjald:
    1000
    Tengiliður:
    Taflfélag Reykjavíkur
    Stúlkna- og drengjameistaramót TR @ Taflfélag Reykjavíkur | Reykjavík | Reykjavíkurborg | Ísland

    Stúlkna- og drengjameistaramót Taflfélags Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 17. nóvember í skákhöll T.R. að Faxafeni 12. Þátttökugjöld eru 1000 kr í alla flokka.

    Mótið er telft í fjórum flokkum
    Skráning og greiðsla í alla flokka fer fram á Sportabler.

    Mótið er opið öllum börnum og unglingum, óháð taflfélagi eða búsetu, sem eru fædd árið 2009 eða síðar

    Aðalkeppnin fer fram í einum opnum flokki og þar verður keppt um sæmdarheitin Drengjameistari Taflfélags Reykjavíkur 2024 og Stúlknameistari Taflfélags Reykjavíkur 2024. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk þess sem 5 sekúndur bætast við eftir hvern leik (10m+5s).  Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga.
    Aðalkeppnin hefst kl.13 og má reikna með að hún standi til kl.17 c.a. Keppendur staðfesti þátttöku á mótsstað eigi síðar en kl.12.45.

    Boðið verður upp á þrjá yngri flokka:

    Yngri flokkur 1 (f.2015-2016)
    Tefldar verða 5 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk þess sem 5 sekúndur bætast við eftir hvern leik (10m+5s).
    Yngri flokkur hefst kl.13 og má reikna með að standi til kl.15.30 c.a. Keppendur staðfesti þátttöku á mótsstað eigi síðar en kl.12.45.
    Yngri flokkur 2 (f.2017)

    Tefldar verða 5 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 7 mínútur á skák, auk þess sem 3 sekúndur bætast við eftir hvern leik (7m+3s).
    Yngri flokkur 2 hefst kl.10 og má reikna með að standi til kl.12 c.a. Keppendur staðfesti þátttöku á mótsstað eigi síðar en kl.9.45.
    Yngri flokkur 3 (f.2018 og síðar)
    Tefldar verða 5 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 7 mínútur á skák, auk þess sem 3 sekúndur bætast við eftir hvern leik (7m+3s).
    Yngri flokkur 3 hefst kl.10 og má reikna með að standi til kl.12 c.a. Keppendur staðfesti þátttöku á mótsstað eigi síðar en kl.9.45.
    Krakkar sem eru gjaldgengir í yngri flokkana mega velja hvort þau tefla í aðalkeppninni eða í yngri flokkunum.

    Verðlaun í opna flokknum:

    Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin. Til viðbótar verða veitt verðlaun fyrir efstu stúlku og efsta dreng í öllum árgöngum. Elsti árgangurinn er 2009 og yngsti árgangurinn er 2018 og yngri.

    Nafnbótina Drengjameistari Taflfélags Reykjavíkur 2024 hlýtur sá drengur sem verður hlutskarpastur þeirra sem eru meðlimir í Taflfélagi Reykjavíkur.  Nafnbótina Stúlknameistari Taflfélags Reykjavíkur 2024 hlýtur sú stúlka sem verður hlutskörpust þeirra stúlkna sem eru meðlimir í Taflfélagi Reykjavíkur.

    Verðlaun í yngri flokk 1:
    Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sæti. Til viðbótar verða veitt verðlaun fyrir efstu stúlku og efsta dreng í báðum árgöngum (2015 og 2016).

    Verðlaun í yngri flokk 2:
    Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sæti. Til viðbótar verða veitt verðlaun fyrir efstu stúlku og efsta dreng.
    Verðlaun í yngri flokk 3:
    Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sæti. Til viðbótar verða veitt verðlaun fyrir efstu stúlku og efsta dreng í árganginum 2018 og 2019 og yngri.

    Núverandi Drengja- og Stúlknameistarar Taflfélags Reykjavíkur eru Jósef Omarsson og Katrín María Jónsdóttir.

    Skráningarform:

    - Auglýsing -