Suðurlandsmót grunnskóla í skák 2021

  0
  201
  Hvenær:
  1. mars, 2021 @ 09:30 – 11:30
  2021-03-01T09:30:00-01:00
  2021-03-01T11:30:00-01:00
  Hvar:
  Félagsheimili Hrunamanna
  Flúðir
  Ísland
  Gjald:
  Ókeypis
  Tengiliður:
  Skáksamband Íslands og Flúðaskóli
  Suðurlandsmót grunnskóla í skák 2021 @ Félagsheimili Hrunamanna | Flúðir | Ísland

  Suðurlandsmót grunnskóla í skák fer fram mánudaginn, 1. mars nk. Mótið er sveitakeppni fyrir grunnskóla á Suðurlandi. Teflt verður í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum.

  Teflt er í tveimur flokkum. Annars fyrir 1.-7. bekk og hins vegar fyrir 8.-10. bekk. Fjórir tefla í hverri sveit.

  Mótið hefst kl. 09:30 og er áætlað því ljúki um kl. 11:30. Verðlaun fyrir 3 efstu sveitirnar í báðum flokkum.
  Flúðaskóli býður upp á létta hressingu um mitt mótið. Að sjálfsögðu er hægt að koma með nesti..

  Skráningarfrestur er til föstudaginn, 26. febrúar kl. 14.
  Skráningarform má finna hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSc7cPHI4-5NEZp8JPVlnX6XMGZtHcj-FkmDrVc_z54ade8ndg/viewform.

  Hér má finna upplýsingar um þegar skráðar sveitir: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1ooSjh1dDuJgDI87_QagPXJ2N0Rg7gQJ6SCrUSxS6dKA/

  Mótshaldið er að þessu sinni samvinnuverkefni Flúðaskóla og Skáksambands Íslands. Þetta er í þriðja sinn sem mótið fer fram en fyrri mót fórum fram í Fischer-setri árin 2018 og 2019. Mótið féll niður í fyrra vegna Covid-19.

  Við hvetjum skóla á Suðurlandi til að taka þátt! Engin þátttökugjöld.

  Við viljum vekja sérstaka athygli á frábæru skólatilboði Skáksambandins á skáksettum og klukkum. Sjá hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdBfjLESlkEhpHSKpEdIY0ZpXEqk_16i99kYXmqnRfEXl8GRw/viewform.
  Tilvalið að fá afhent skáksettin og klukkurnar í Flúðaskóla.

  - Auglýsing -