Sumarmót Fjölnis

  0
  115
  Hvenær:
  22. apríl, 2021 @ 11:00 – 14:00
  2021-04-22T11:00:00+00:00
  2021-04-22T14:00:00+00:00
  Hvar:
  Rimaskóli
  112 Reykjavík
  Ísland
  Sumarmót Fjölnis @ Rimaskóli | Reykjavík | Ísland

  Sumarskákmót Fjölnis á Sumardaginn fyrsta

   

  Skákdeild Fjölnis fagnar sumrinu með glæsilegu sumarskákmóti fyrir öll grunnskólabörn í Rimaskóla fimmtudaginn 22. apríl frá kl. 11:00 – 13:15. Þátttakendur eru hvattir til að mæta 15 mínútum fyrr til skráningar.

   

  –  30 + verðlaun og happadrættisvinningar frá Hagkaup , EmmEss, Pizzan , Bókabúðinni Grafarvogi og

  COCO´S

  –  Verðlaunabikarar frá Rótarýklúbbi Grafarvogs

  –  Veitingar í mótslok frá Hagkaup, Emmess og Ekrunni

   

  Tefldar verða sex umferðir. Spritt og aðstaða skv. sóttvarnareglum, hámark 50 í hverjum skáksal og nóg rými.

  Grunnskólakrakkar frá skákfélögunum í Reykjavík, Kópavogi, Selfossi, Vestmannaeyjum eru hvattir til að fagna sumrinu með nokkrum skákum, þiggja veitingar og vinna til verðlauna eða happadrættisvinninga.

  Stætó – Leið 6 – Spöng stoppar mjög nálægt Rimaskóla.

  Skákstjórar verða þeir Helgi Árnason formaður skákdeildar Fjölnis og Gauti Páll Jónsson skákkennari og stjórnarmaður í SÍ.

  - Auglýsing -