TEAM ICELAND GEGN SERBÍU – LEIFTURSKÁK OG HRAÐSKÁK

    0
    880
    Hvenær:
    14. október, 2018 @ 18:00 – 19:00
    2018-10-14T18:00:00+00:00
    2018-10-14T19:00:00+00:00
    Hvar:
    Chess.com
    Tengiliður:
    Tómas Veigar Sigurðarson
    6621455

    Sunnudaginn 14. október kl. 18:00 mætir Team Iceland afar sterku liði Serba í Heimdeildinni í netskák.

    Við mættum þeim í vináttukeppni í haust og höfðum betur í leifturskákinni en töpuðum í hraðskákinni. Ljóst er að þeir munu senda umtalsvert fjölmennara og sterkara lið til leiks að þessu sinni og er því full ástæða til að stilla upp eins sterku og fjölmennu liði gegn þeim og mögulegt er!

    Serbía er eitt af sterkustu liðunum í Heimsdeildinni, ásamt Rússum og Úkraínu, og töpðu þeir engri viðureign á síðasta keppnistímabili. Þeim gekk þó illa í úrslitakeppninni (efstu 4) og töpuðu þar fyrir Rússum og Úkraínumönnum.

    Skoða má fyrri viðureignir Serba hér.

    HVENÆR?

    Keppnin verður með sama sniði og undanfarnar vikur, en fyrst er tefld leifturskák og hefst sú viðureign kl. 18:00. Því næst er tefld hraðskák og hefst sú rimma kl. 18:20. Athugið að keppendur þurfa að skipta um mót á milli viðureigna, en einfaldast er að nota “Tournaments” flipann á Chess.com til þess.

    Þegar keppninni við Serbíu er lokið, er boðið upp á aukamót (Lett mot) fyrir þá sem vilja tefla meira. Það hefst kl. 19:00 og verður notast við tímamörkin 3|2.

    HVAÐ ÞARF AÐ GERA TIL AÐ TAKA ÞÁTT?

    Keppendur þurfa að ganga í hópinn https://www.chess.com/club/team-iceland á Chess.com áður en keppnin hefst. Tengill á mótið verður birtur fyrir mót en hann má einnig finna í “Tournaments” flipanum á Chess.com áður en keppnin hefst.

    Allir eru hvattir til að ganga í liðið, en ekki er gerð krafa um styrkleika. Því fleiri – því betra!

    DAGSKRÁIN

    Tenglar

    • Allar viðureignir Team Iceland til þessa: Hér
    • Meðlimir Team Iceland: Hér
    • Leifturskákin, staða og pörun: Hér
    • Hraðskákin, staða og pörun: Hér
    • Reglur LCWL: Hér
    - Auglýsing -