Þjóðhátíð Hróksins & Kalak

    0
    1173
    Hvenær:
    17. júní, 2019 @ 14:00 – 16:00
    2019-06-17T14:00:00+00:00
    2019-06-17T16:00:00+00:00
    Hvar:
    Pakkhúsið
    Geirsgata 11
    101 Reykjavík
    Ísland
    Gjald:
    Ókeypis
    Tengiliður:
    Skákfélagið Hrókurinn
    Hróksgleði! Mynd: Facebook-síða Hróksins.

    Hrókurinn og Kalak efna til skákmóts og fagnaðarfundar í Pakkhúsi Hróksins, 17. júní klukkan 14:00. Mótið er öllum opið og keppendur hvattir til að skrá sig sem fyrst hjá Róbert Lagerman, varaforseta Hróksins, í netfangið chesslion@hotmail.com. Að auki verður boðið upp á ljúfa tóna, myndasýningu frá síðustu ferðum Hróksins til Grænlands, og ljúffengar veitingar að hætti hússins.

    Nýlokið er glæsilegri Air Iceland Connect-hátíð Hróksins í Nuuk, en fyrr á árinu voru Hróksliðar í Kulusuk, næsta bæ við Ísland, og Ittoqqortoormiit, afskekktasta þorpi Grænlands. Verið er að skipuleggja hátíðir á fleiri stöðum á Grænlandi, auk þess sem Hrókurinn mun standa fyrir viðburðum í öllum landsfjórðungum Íslands í sumar.

    En fyrst og fremst: Kom fagnandi í Pakkhús Hróksins á mánudaginn!

    Mótið verður reiknað til alþóðlegra hraðskákstiga. Meðal þegar skráðra keppenda eru Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Þórhallsson, Bragi og Björn Þorfinnsson.

    - Auglýsing -