Þriðjudagsmót TR

  0
  754
  Hvenær:
  21. maí, 2019 @ 19:30 – 22:00
  2019-05-21T19:30:00+00:00
  2019-05-21T22:00:00+00:00
  Hvar:
  Taflfélag Reykjavíkur
  12, Faxafen, Reykjavík
  Iceland
  Þriðjudagsmót TR

  Taflfélag Reykjavíkur hyggst halda vikuleg atskákmót á þriðjudagskvöldum fyrir skákmenn með 1400 skákstig eða meira. Með þessu vill félagið koma til móts við þær fjölmörgu raddir í skáksamfélaginu sem óskað hafa eftir fleiri atskákmótum.

  Tefldar verða fjórar umferðir með umhugsunartímanum 15 mínútur á skák og bætast 5 sekúndur við eftir hvern leik (15m+5s). Teflt er í tveimur flokkum: 1400-1899 og 1900+. Mótin eru opin öllum sem uppfylla stigalágmarkið. Mótin verða reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Aðgangur er ókeypis.

  Taflið hefst klukkan 19:30 og áætlað er að mótunum ljúki um kl.22. Teflt er í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12.

  - Auglýsing -