Úrslitakeppni LCWL – Team Iceland gegn Úkraínu (Bullet og Blitz)

  0
  462
  Hvenær:
  13. janúar, 2019 @ 19:00 – 20:00
  2019-01-13T19:00:00+00:00
  2019-01-13T20:00:00+00:00
  Hvar:
  chess.com
  Tengiliður:
  Tómas Veigar Sigurðarson
  6621455
  Úrslitakeppni LCWL - Team Iceland gegn Úkraínu (Bullet og Blitz) @ chess.com

  Sunnudaginn 13. janúar kl. 19:00 fer fram risaslagur í heimsmótinu í netskák þegar lið Íslands mætir núverandi meisturum frá Úkraínu.

  Lið Íslands er sem stendur í 2. sæti með 7 stig og Úkraína í 1. sæti með 9 stig. Sigur í þessari viðureign þýðir að lið Íslands nær meisturunum að stigum og er þá allt undir í lokaumferðinni (20. jan) gegn Serbíu.

  Lið Úkraínu þarf ekki að kynna sérstaklega, þeir eru með risastórt og afar sterkt lið og þurfum við því að mæta með eins fjölmennt og öflugt lið og mögulegt er! Allir eru hvattir til að mæta til leiks og taka þátt í þessari mikilvægu viðureign.

  Nýliðar eru sérstaklega velkomnir og það eina sem þeir þurfa að gera er að fara á síðu liðsins á chess.com og smella á join. https://www.chess.com/club/team-iceland

  Skráning

  Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig til leiks.

  HVENÆR?

  ÚKRAÍNA – SUNNUDAGINN 13. JANÚAR KL. 19:00

  19:00 – Vináttuleikur í leifurskák. Létt upphitun fyrir hraðskákina
  https://www.chess.com/live#tm=2220

  19:20 – Hraðskák 5+2
  https://www.chess.com/live#tm=2219

  HVAÐ ÞARF AÐ GERA TIL AÐ TAKA ÞÁTT?

  Nýliðar þurfa að ganga í hópinn https://www.chess.com/club/team-iceland á Chess.com áður en keppnin hefst. Tengill á mótið verður birtur fyrir mót en hann má einnig finna í “Tournaments” flipanum á Chess.com áður en keppnin hefst.

  Allir eru hvattir til að ganga í liðið, en ekki er gerð krafa um styrkleika. Því fleiri – því betra!

  Dagskráin í úrslitakeppninni verður svona: (áætlun)

  • Rússland 30. des kl. 19:00
  • Úkraína 13. jan kl. 19:00
  • Serbía 20. jan (óstaðfest).

  TENGLAR

  • Heimasíða Team Iceland á Facebook: Hér
  • Allar viðureignir Team Iceland til þessa: Hér
  • Meðlimir Team Iceland: Hér
  • Leifturskákin, staða og pörun: Hér
  • Hraðskákin, staða og pörun: Hér
  • Reglur LCWL: Hér
  - Auglýsing -