Barna- og unglingastarf

Fréttir og tilkynningar

4. umferð Skólanetskákmóts Íslands kl. 17 í dag, sunnudag

Skólanetskákmót Íslands hóf göngu sína á ný í október. Mótaröðin átti góðu gengi að fagna í fyrravetur og tóku alls á annað hundrað skólakrakkar þátt, hvarvetna af landinu. Mótaröðin er opin grunnskólakrökkum af öllu...

Taflfélag Reykjavíkur: Skráning hafin á æfingar vorannar

Skráning er hafin á barna- og unglingaæfingar TR fyrir vorönnina 2021. Æfingar hefjast laugardaginn 2. janúar en sem fyrr er boðið upp á manngangskennslu, byrjendaæfingar, stúlknaæfingar, framhaldsæfingar og afreksæfingar. Félagið býður nú TR-krökkum upp á...

Iðunn efst íslensku keppendanna á NM stúlkna

Norðurlandamót stúlkna í netskák fór fram á netinu um helgina. Sex íslenskar stúlkur tóku þátt í yngsta flokknum (u13). Iðunn Helgadóttir varð þeirra efst og endaði í 5.-9. sæti 20 keppenda með 3 vinninga...

HM ungmenna í netskák hefst í dag – 14 íslenskir keppendur

Evrópuundanrásir HM ungmenna í netskák hefst í dag. Teflt er í 5 aldursflokkum, í opnum flokki og kvennaflokki, og sendir Ísland 14 keppendur til leiks. Boðið verður upp á beinar útsendingar í umsjón Björns...

3. umferð Skólanetskákmóts Íslands kl. 17:00 á morgun

Skólanetskákmót Íslands hóf göngu sína á ný í október. Mótaröðin átti góðu gengi að fagna í fyrravetur og tóku alls á annað hundrað skólakrakkar þátt, hvarvetna af landinu. Mótaröðin er opin grunnskólakrökkum af öllu...

Gott gengi hjá Skákdeild Breiðabliks á Íslandsmóti Ungmenna

Íslandsmót ungmenna fór fram síðustu helgi og tóku um 40 iðkendur Skákdeildar Breiðabliks þátt á mótinu. Stóðu þau sig frábærlega og náðu alls 12 verðlaunum og þar af 5 Íslandsmeistaratitlum. Keppt var í flokkum U8,...

Skákdeild Fjölnis veitti viðurkenningar fyrir góða frammistöðu á Íslandsmóti U12 – U8

Skákdeild Fjölnis heiðraði unga afrekskrakka sem náðu verðlaunasæti eða voru í hópi efstu þátttakenda á Íslandsmóti U12 - U8 um síðustu helgi. Daði í GULLNESTI í Grafarvogi færði þeim öllum gjafabréf fyrir girnilegri hamborgara-máltíð. Það...

Fimm Íslandsmeistarar krýndir í gær!

Íslandsmóti ungmenna lauk í gær með keppni í þremur elstu aldursflokkunum. Fimm nýir Íslandsmeistarar voru krýndir í gær. Árni Ólafsson varð Íslandsmeistari í flokki 15 ára, Gunnar Erik Guðmundsson og Batel Goitom Haile í...

Skákdeild Fjölnis fékk skiltastanda að gjöf

Við upphaf fjölmennrar skákæfingar Fjölnis færði Magnús I. Guðmundsson frá Áberandi ehf. Skákdeild Fjölnis tvo glæsilega skiltastanda (rollup) sem Fjölnis-skákmenn geta sett upp og kynnt skákdeildina í kringum alla skákviðburði á vegum deildarinnar. Magnús á...

Fjögurra landa keppni ungmenna í netskák á laugardaginn

Á laugardaginn næsta fer fram fjögurra landa keppni ungmenna (u16) í netskák. Þátt taka ásamt Íslandi, Svíar, Finnar og Norðmenn sem standa fyrir mótinu. Í hverju liði eru átta keppendur í opnum flokkum og...