Keppnisreglur um Íslandsmeistaratitla

Ef tveir eða fleiri keppendur eru jafnir og efstir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn, hvort sem um opinn eða kvennaflokk er að ræða, skal tefla til úrslita með styttri umhugsunartíma.

Um aðra Íslandsmeistaratitla gildir oddastigaútreikningur.

Almennar reglur um úrslit:
Keppendur skulu fá að minnsta kosti eina klukkustund í hvíld áður en úrslitakeppni hefst.

Ef tveir keppendur eru efstir og jafnir:
Fyrsta umferð:
Dregið um liti
Tvær skákir með tímamörkunum 10 mínútur á hvorn keppanda + 5 sekúndur á hvern leik
Ef jafnt
Dregið um liti
Tvær skákir með tímamörkunum 3 mínútur á hvorn keppanda + 2 sekúndur á hvern leik
Ef jafnt
Dregið um liti
EIN skák með tímamörkunum 3 mínútur + 2 sekúndur sekúndur á hvern leik
Ef jafntefli
Önnur skák með sömu tímamörkum og áður, með öfugum litum þar til sigurvegari finnst.

Ef þrír keppendur eru efstir og jafnir:
Keppandi nr. 1, sem er með bestu oddastigin, kemst beint í 2. umferð.
Keppendur nr. 2 og 3 tefla um réttinn að til að komast í 2. umferð gegn keppanda nr. 1.

Ef fjórir keppendur eru efstir og jafnir:
Keppendur nr. 1 og 4, sem hafa hæstu oddastig, mætast, og sama gerist með keppendur nr. 2 og 3.
Sigurvegarnir úr þessum viðureignum tefla til úrslita

Ef fleiri en fjórir keppendur eru jafnir í efstu sætum:
Fjórir efstu keppendur, samkvæmt oddastigum, komast í aukakeppni til að ákveða endanlega sigurvegara.

Facebook Comments Box