Helgi Áss jafnaði metin gegn Jóhanni. Þeir tefla til þrautar á morgun kl. 17. Mynd: GB

Hjörvar Steinn Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Guðmundur Kjartansson eru komnir áfram í undanúrslit Íslandsbikarsins í skák. Allir unnu þeir einvígi sín 2-0. Hjörvar vann Vigni Vatnar Stefánsson, Hannes Hlífar lagði Braga Þorfinnsson að velli og Íslandsmeistarinn Guðmundur Kjartansson hafði sigur á Margeiri Péturssyni.

Bragi fékk sína sénsa á móti Hannesi en sá þrettánfaldi slapp og er kominn í undanúrslit.

Helgi Áss Grétarsson jafnaði hins vegar metin á mótin á Jóhanni Hjartarsyni í afar fjörugri skák. Þeir þurfa því að tefla til þrautar með skemmri umhugsunartíma á morgun. Þeir byrja á tveimur atskákum (25+10) og hefur Helgi hvítt í fyrstu skák. Sigurvegarinn úr því einvígi mætir Hannesi í undanúrslitum. Í hinni viðureign undanúrslita mætast Hjörvar Steinn og Guðmundur.

Hjörvar vann Vigni 2-0.

Taflmennskan hefst kl. 17 á morgun og að sjálfögðu verður taflmennsk Jóhanns og Helga Áss í beinni á öllum mögulegum netþjónum.

Íslandsmeistarinn lagði MP að velli 2-0.

Bein lýsing (Björn Ívar og Ingvar) – hefst um kl. 15

 

Sannkallaðir gleðigjafar fyrir skákáhugamenn! Ingvar og Björn Ívar.
Facebook Comments Box