Jóhann og Helgi Áss tefla til þrautar í dag.

Stórmeistararnir Jóhann Hjartarson og Helgi Áss Grétarsson tefla til þrautar í dag um síðasta sætið í undanúrslitum. Fyrst tefla þeir tvær atskák (25+10). Verði jafnt til tefla þeir aðrar tvær atskákir en þó með styttri umhugsunartíma (10+10). Verði enn jafnt verða tefldar tvær hraðskákir (5+3). Verði enn jafnt verður tefld bráðabanaskák þar sem svörtum dugar jafntefli. Hvítur fær 5 mínútur en svartur fær 4 mínútur.

Tengill á beina útsendingu. 

Sigurvegarinn mætir Hannesi Hlífar Stefánssyni í undanúrslitum. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Hjörvar Steinn Grétarsson og Guðmundur Kjartansson. Undanúrslitin hefjst á miðvikudaginn.

Sannkallaðir gleðigjafar fyrir skákáhugamenn! Ingvar og Björn Ívar.Bein lýsing á Björns Ívar og Ingvars byrjar kl. 17 ef ekki fyrr!

Bein lýsing (Björn Ívar og Ingvar)

Facebook Comments Box