Undanúrslit Íslandsbikarsins hefjst í kl. 17. Í annarri viðureigninni mætast stigahæsti skákmaður landsins, Hjörvar Steinn Grétarsson og Íslandsmeistarinn Guðmundur Kjartansson. Í hinni viðureigninni tefla saman stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson, þrettánfaldur Íslandsmeistari í skák, og Helgi Áss Grétarsson, sem lagði Jóhann Hjartarson að velli eftir bráðabana.
Hjörvar og Helgi Áss hafa hvítt í skákum dagsins. Síðari kappskák undanúrslita verður tefld á morgun og teflt verður til þrautar á föstudaginn verði jafnt.
Bein lýsing (Björn Ívar og Ingvar)
Bein lýsing Björns Ívars og Ingvars hefst um kl. 18.
Facebook Comments Box