Spennan er gríðarlega í Íslandsbikarnum en bæði Guðmundur Kjartansson og Helgi Áss Grétarsson jöfnuðu metin eftir magnaða baráttu í síðari kappskák einvígja þeirra í undanúrslitum.

Séð yfir keppnissalinn.

Guðmundur hafði hvítt gegn Hjörvari Steini Grétarssyni og byrjaði illa. Lék slysalega af sér peði og fátt virtast benda til annars en að þessi skák yrði hans lokaskák í mótinu og vonir um stórmeistaratitil fyrir bí um tíma Ónákvæmni hjá Hjörvari kom hins vegar Guðmundi kom inn í skákina og með góðri taflmennsku tókst honum að leggja Hjörvar að velli og tryggja sér sigur í skákinni. Með sigrinum í kvöld tryggir Guðmundur sér 2500 skákstig og er um leið fimmtándi stórmeistari Íslands! Því verður gert betri skil síðar.

Helgi og Hannes heilsast að Covid-sið í upphafi skákar.

Enn meira gekk á í skák Hannesar Hlífars Stefánssonar og Helga Áss Grétarssonar. Helgi lagði mikið á stöðuna og fékk upp unnið tafl. Hann lék hins vegar stöðunni niður í tímarhraki og jafntefli virtust eðlilegustu úrlslitin. Hannes missti hins vegar örlítið þráðinn og Helgi náði að snúa á hann og tryggja sér sigur.

Frábær endurkoma hjá bæði Guðmundi og Helga sem báðir tryggðu sér að teflt verði til þrautar á morgun. Það er magnað að á mótinu hafa verið tefldar 12 kappskákir og engri þeirra lokið með jafntefli!

Taflmennskan á morgun hefst kl. 17 á morgun. Fyrst eru tefldar tvær atskákir (25+10). Verði jafnt verða tefldar aðrar tvær atskákir en þó með styttri umhugsunartíma (10+10). Verði enn jafnt verða tefldar tvær hraðskákir (5+3). Verði enn jafnt verður tefld bráðabanaskák þar sem svörtum dugar jafntefli. Hvítur fær 5 mínútur en svartur fær 4 mínútur. Viðbótartími, 2 sekúndur bætast við eftir á hvern leik eftir 60 leiki.

Bergsteinn Einarsson mætti í skákskýringar í dag.

Að sjálfögðu verða skákirnar sýndar beint á öllum helstu skákmiðlum heims og í beinni lýsingu á skak.is í umsjón Björns Ívars og Ingvars Þórs. Nánar um beinar útsendingar á morgun!

Facebook Comments Box