Spennan er gríðarlega í Íslandsbikarnum en bæði Guðmundur Kjartansson og Helgi Áss Grétarsson jöfnuðu metin eftir magnaða baráttu í síðari kappskák einvígja þeirra í undanúrslitum.

Guðmundur hafði hvítt gegn Hjörvari Steini Grétarssyni og byrjaði illa. Lék slysalega af sér peði og fátt virtast benda til annars en að þessi skák yrði hans lokaskák í mótinu og vonir um stórmeistaratitil fyrir bí um tíma Ónákvæmni hjá Hjörvari kom hins vegar Guðmundi kom inn í skákina og með góðri taflmennsku tókst honum að leggja Hjörvar að velli og tryggja sér sigur í skákinni. Með sigrinum í kvöld tryggir Guðmundur sér 2500 skákstig og er um leið fimmtándi stórmeistari Íslands! Því verður gert betri skil síðar.

Enn meira gekk á í skák Hannesar Hlífars Stefánssonar og Helga Áss Grétarssonar. Helgi lagði mikið á stöðuna og fékk upp unnið tafl. Hann lék hins vegar stöðunni niður í tímarhraki og jafntefli virtust eðlilegustu úrlslitin. Hannes missti hins vegar örlítið þráðinn og Helgi náði að snúa á hann og tryggja sér sigur.
Frábær endurkoma hjá bæði Guðmundi og Helga sem báðir tryggðu sér að teflt verði til þrautar á morgun. Það er magnað að á mótinu hafa verið tefldar 12 kappskákir og engri þeirra lokið með jafntefli!
Taflmennskan á morgun hefst kl. 17 á morgun. Fyrst eru tefldar tvær atskákir (25+10). Verði jafnt verða tefldar aðrar tvær atskákir en þó með styttri umhugsunartíma (10+10). Verði enn jafnt verða tefldar tvær hraðskákir (5+3). Verði enn jafnt verður tefld bráðabanaskák þar sem svörtum dugar jafntefli. Hvítur fær 5 mínútur en svartur fær 4 mínútur. Viðbótartími, 2 sekúndur bætast við eftir á hvern leik eftir 60 leiki.

Að sjálfögðu verða skákirnar sýndar beint á öllum helstu skákmiðlum heims og í beinni lýsingu á skak.is í umsjón Björns Ívars og Ingvars Þórs. Nánar um beinar útsendingar á morgun!