Hannes Hlífar vann Helga Áss í skák þar sem þeir misstu báðir af máti af tveimur. Mynd: GB

Fyrri skák undanúrslita Íslandsbikarsins í skák fór fram í gær. Eins og hingað til í öllum kappskákum mótsins urðu hrein úrslit. Stigahæsti skákmaður landsins, Hjörvar Steinn Grétarsson, lagði Íslandsmeistarann, Guðmund Kjartansson, að velli á sannfærandi hátt eftir snarpa sóknarskák.

Hjörvar Steinn lagði Guðmund Kjartansson að velli í snarpri skák. Mynd: GB

Skák heimsmeistaranna fyrrverandi Helga Áss Grétarssonar og Hannesar Hlífar Stefánssonar vakti óneitanlega meiri athygli. Eftir 16 leiki kom þessi staða upp. Hannes lék síðast 16…g4??

Helgi Áss lék 17. Rd2?? og tapaði um síðir. Eftir 17. Dxe6+!! fxe6 18. Bg6# er svartur mát. Björn Þorfinnsson kallaði þetta „tvíblindu“ í skeyti á Facebook-vef íslenskra skákmanna.

Ingvar Þór Jóhannesson fer yfir skákina á Youtube-rás sinni.

Seinni kappskák undanúrslita fer fram í dag og hefst kl. 17. Þá þurfa Guðmundur og Helgi Áss nauðsynlega á sigri að halda til að knýja fram framlengingu.

Facebook Comments Box