Helgi og Hannes heilstað að Covid-sið í upphafi skákar.

Það verður teflt til þrautar í Íslandsbikarnum í dag en báðum viðureignunum lauk með jafntefli 1-1 í kappskákinni eftir æsipennandi baráttu.

Annars vegar mætast Gumundur Kjartansson, nýjasti stórmeistari Íslendinga, og Hjörvar Steinn Grétarsson. Guðmundur vann síðari skákina í gær og jafnaði þannig metin og tryggði sér jafnframt 2500 skákstig sem hann vantaði til að verða útnefndur stórmeistari.

Nær Guðmundur að jafna mótin gegn Hjörvari?

Hins vegar mætast stórmeistararnir og fyrrum heimsmeistararnir, Helgi Áss Grétarsson og Hannes Hlífar Stefánsson, sem eiga að baki langfrægustu skák mótsins.

Taflmennskan í dag hefst kl. 17. Fyrst eru tefldar tvær atskákir (25+10). Búið að draga um liti og byrjar Guðmundur og Helgi Áss með hvítt.

Verði jafnt verða tefldar aðrar tvær atskákir en þó með styttri umhugsunartíma (10+10). Verði enn jafnt verða tefldar tvær hraðskákir (5+3). Verði enn jafnt verður tefld bráðabanaskák þar sem svörtum dugar jafntefli. Hvítur fær 5 mínútur en svartur fær 4 mínútur. Viðbótartími, 2 sekúndur, bætast við eftir á hvern leik eftir 60 leiki.

Björn Ívar Karlsson og Ingvar Þór Jóhannesson verða með beina lýsingu sem hefst stundvíslega kl. 17.

Facebook Comments Box