Mótsreglur

Mótsreglur

Kappskák: 90 mínútur á 40 leiki. 30 mínútur bætast við eftir 40 leiki. 30 sekúndur bætast við eftir hvern leik

Sé jafnt eftir tvær kappskákir verður teflt til þrautar með skemmri umhugsunartíma. Allt að sjö skákum!

  • Fyrst eru tefldar tvær atskákir (25+10)
  • Sé jafnt verða tefldar tvær atskákir með skemmri umhugsunartíma (10+10)
  • Sé jafnt verða tefldar tvær hraðskákir (5+3)
  • Sé jafnt verður tefld bráðabanaskák. Hvítur fær 5 mínútur en svartur fær 4 mínútur. Viðbótartími 2 sekúndur á leik bætast við eftir 60 leiki. Svörtum dugar jafntefli til sigurs.

Keppendur þurfa að mæta innan 30 mínútna eftir að umferð hefst. Annars verður dæmt á þá tap. Dregið verður um liti fyrir hvert einvígi.

Allar skákir mótsins verða reiknaðar til skákstiga nema bráðabanaskákirnar.