19.-21. MARS Á HÓTEL SELFOSSI

Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga 2019-20 fer fram dagana 19.-21. mars nk. á Hótel Selfossi nema umferðin 19. mars (eingöngu í 1.deild) sem mun hefjast kl. 19.30 og fer fram í skákhöllinni í Faxafeni 12.

Aðrar deildir munu hefjast föstudaginn 20. mars kl. 20.00  Síðan verður teflt laugardaginn 21. mars kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag.

TILBOÐ Á HÓTEL SELFOSSI

Dags. eins manns 2ja manna
20.-21. mars 14.000 17.000
21.-22. mars 12.000 13.000
Samtals 26.000 30.000

Morgunmatur innifalinn

Eftir 20. febrúar ábyrgist hótelið ekki lengur herbergi á ofangreindum kjörum fyrir skákmenn.

Skákmenn eru hvattir til að dvelja við frábærar aðstæður á Hótel Selfossi og njóta þess sem þar er boðið upp á og styðja um leið við aðila sem stutt myndarlega við bakvið á skákhreyfingunni bæði nú sem og á heimsmeistaramótinu á Selfossi sl. haust.

Alls konar tilboð á veitingum verða í boði á Hótel Selfossi á meðan móti stendur.

Hægt er að panta herbergi með því að senda tölvupóst á netfangið info@hotelselfoss.is.