Bragi og Arnþór Sævar lögðu grunninn að jafntefli KR-inga við TG. Mynd: Ingibjörg Edda.

Kvikudeild Íslandsmóts skákfélaga hófst í gær með fyrstu umferð Það urðu heldur betur óvænt úrslit þegar Skákdeild KR gerði 4-4 jafntefli við Taflfélag Garðabæjar þrátt fyrir 250 stiga mun á meðalstigum sveitanna. Þar reyndust öðlingarnir Arnþór Sævar Einarsson og Bragi Halldórsson á sjöunda og áttunda borð vel hjá KR-ingum.

Frá umferðinni í gær. Mynd: IEB

Íslandsmeistarar Taflfélags Reykjavíkur unnu 5-3 sigur á Skákdeild Breiðbliks. Sex jafntefli en TR-ingar unnu á 6. og 7. borði.

Víkingaklúbburinn vann öruggan, 6½-1½ sigur á Skákdeild Fjölnis. Aðeins þrjú jafntefli leyfð.

Úrslit gærdagsins má finna á Chess-Results.

Allar aðrar deildir hefjast í kvöld og hefst taflmennskan kl. 19:30. Teflt verður í Fjölnishöllinni í Egilshöll.

Í Kvikudeildinni mætast meðal annars Víkingaklúbburinn og TR í toppbaráttuslag. Beinar útsendingar frá Kvikudeildinni hefjast kl. 19:45 (15 mínútna seinkun).

Taflmennska í 1.-4. deild hefst í kvöld. Pörun í öllum deildum nema í 4. deild er aðgengileg á Chess-Results. Pörun í 4. deild birtist um kl. 17:00.