Víkingaklúbburinn á toppnum.

Segja má að veislan hafi hafist í alvöru þegar um 300 skákmenn fá aldrinum 5-89 ára settust að tafli á Íslandsmóti skákfélaga í gær. Þorsteinn Magnússon lét ekki þetta tækifæri fram hjá sér fara og mætti á skákstað.

Þorsteinn Magnússon.

Víkingaklúbburinn trjónir á toppnum með 4 stig í Kvikudeild Íslandsmóts skákfélaga eftir 5-3 sigur á Taflfélagi Reykjavíkur í gær þegar önnur umferð fór fram. Taflfélag Garðabæjar og Skákdeild KR koma næst með 3 stig. Garðbæingar unnu Fjölnismenn en KR-ingar lögðu Blika að velli. KR-ingar hafa komið mjög óvart með góðri frammistöðu.

Stjúpfeðgarnir Hilmir og Henrik tefldu með sitthvoru liðinu í gær.

Úrslit gærdagsins má finna á Chess-Results.

Staðan á Chess-Results

Fjórir skákmenn í liði TR hafa úkraínska tengingu.

Aðrar deildir en Kvikudeildin hófust í gær með 1. umferð.

  1. deild

Taflfélag Vestmannaeyja, Skákfélag Akureyrar og b-sveitir Taflfélags Reykjavíkur og Breiðabliks unnu sínar viðureignir í 1. umferð.

Nánar á Chess-Results

2. deild

Feðgar að tafli fyrir Skáksamband Austurlands.

Vinaskákfélagið, Skáksamband Austurlands, c-sveit Taflfélags Garðabæjar og b-sveit Víkingaklúbbsins unnu í sínar viðureignir í 1. umferð

Nánar á Chess-Results. 

3. deild

B-sveit Skákdeildar KR, Skákfélags Sauðárkróks, c-sveit Breiðabliks og d-sveit Taflfélag Garðabæjar unnu í 1. umferð.

Nánar á Chess-Results.

4. deild

Þar tefla 16 sveitir 7 umferðir eftir svissneska kerfinu

Allshetrargoðinn, Hermann, hvetur sína menn áfram.

Skákfélagið Goðinn er í forystu eftir fyrstu umferð, f-sveit Taflfélags Reykjavíkur í öðru sæti og c-sveit Víkingaklúbbins í því þriðja.Nánar á Chess-Results.