Víkingaklúbburinn hélt áfram sigurgöngu sinni í Kvikudeild Íslandsmóts skákfélaga í 3. umferð sem fram fór fyrr í dag. Víkingar lögðu Blika sannfærandi að velli, 6-2. Öðrum viðureignum lauk með jafntefli og þar með talið hörkuviðureign Taflfélags Reykjavíkur og Taflfélags Garðabæjar. TG er í 2.-3. sæti ásamt Skákdeild KR.

Seinni umferð dagsins hófst kl. 17.

Úrslit gærdagsins má finna á Chess-Results.

Staðan:

  1. Víkingaklúbburinn 6 stig
  2. TG 4 stig (14 v.)
  3. KR 4 stig (13½ v.)
  4. TR 2 stig
  5. Fjölnir 1 stig
  6. Breiðablik 0 stig

Nánar á Chess-Results. 

1. deild

Í öðrum deildum en Kvikudeildinni er tveimur umferðum lokið.

Taflfélag Vestmannaeyja, Skákfélag Akureyrar og b-sveit Breiðabliks hafa fullt hús stiga (4 stig) eftir tvær umferðir.

Nánar á Chess-Results

2. deild

B-sveit Víkingaklúbbsins og Skáksamband Austurlands hafa fullt hús stiga.

Nánar á Chess-Results. 

3. deild

B-sveit KR hefur 4 stig. C-sveit Breiðabliks og d-sveit TG hafa 3 stig.

Nánar á Chess-Results.

4. deild

Þar tefla 16 sveitir 7 umferðir eftir svissneska kerfinu

Fjórar sveitir hafa unnið báðar viðureignir sínar. Það er Goðinn, c-sveit Víkingaklúbbsins, g-sveit TR og c-sveit KR.

Nánar á Chess-Results.